LeBron skákaði Jordan en var auðmjúkur eftir leik: „Datt aldrei í hug að ég gæti náð Mike“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2017 10:30 LeBron James gæti orðið sá besti frá upphafi. vísir/getty LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan. NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan.
NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30