Lífið

Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á aðeins þremur dögum eru komnar inn þúsund myndir af vörum, verðmiðum og öðru tengdu Costco.
Á aðeins þremur dögum eru komnar inn þúsund myndir af vörum, verðmiðum og öðru tengdu Costco.
Bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ fyrir þremur dögum. Síðan þá hefur verslunin nánast verið full og ríkir algjört Costco-æði á landinu um þessar mundir.

Viðskiptavinirnir þurfa að bíða í röð fyrir utan verslunina til þess eins að komast þangað inn. Á þriðjudaginn var stofnuð Facebook-síða undir nafninu Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.

Á aðeins þremur dögum hafa um fjörutíu þúsund Íslendingar, um tólf prósent landsmanna, líkað við síðuna og eru komnar um eitt þúsund myndir af verði og vörum inn á hana. Fylgjast sumir notendur með verðinu í öðrum íslenskum verslunum til samanburðar og birta myndir til að sýna verðmun svart á hvítu.

Auk þess að deila myndum og vörum hafa notendur komið með reynslusögur. Ein móðir mælti meðal annars gegn því að foreldrar tækju börn sín með þar sem hún hefði upplifað grátandi börn og foreldra að skamma þá í versluninni.

Voru skiptar skoðanir um þessa ráðleggingu og svaraði eitt ósátt foreldri að hvert og eitt foreldri yrði bara að gera upp við sig hvort rétt væri að taka börnin með eða ekki. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×