Kjarninn og hismið Stjórnarmaðurinn skrifar 28. maí 2017 11:00 Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Sjá meira
Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Sjá meira