Mun meiri síld fyrir austan en sést hefur undanfarin ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Ekkert ber á makríl enn þá – segir ekkert um göngur hans sýnir reynslan. Fréttablaðið/Óskar Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira