Ágúst Gylfason um toppliði Stjörnunnar: Alvöru lið með alvöru karlmenn inn á vellinum Elías Orri Njarðarson skrifar 28. maí 2017 22:34 Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis var vonsvikinn með leik sinna manna í kvöld en liðið tapaði þá 3-1 á heimavelli á móti Stjörnunni í 5. umferð Pepsi-deildar karla. „Við vissum alveg hverju við vorum að fara að mæta hér í kvöld. Þetta er gífurlega sterkt lið og mikil karlmennska í þessu liði og við mætum bara ekki til leiks með það hugarfar. Þeir voru bara miklu meira tilbúnir til þess að gefa allt í þetta en við vorum það ekki,“ sagði Ágúst Gylfason. Leikmenn Fjölnis voru mjög daufir meirihlutann af leiknum og það þurfti að fá á sig þrjú mörk til þess að vakna til lífsins. Ágúst gerði þrjár breytingar í leiknum þegar Þórir Guðjónsson, Gunnar Már Guðmundsson og Ingimundur Níels Óskarsson komu inn á í seinni hálfleik. „Við settum inn þrjá karlmenn inn í liðið sem voru tilbúnir til þess að mæta þeim og leikurinn snerist kannski aðeins við og við fengum allavega mark en kannski ekki mikið af færum það var erfitt að brjóta niður Stjörnumenn, þetta er alvöru lið og með alvöru karlmenn inn á vellinum,“ sagði Ágúst. Fjölnir náðu í góð þrjú stig í síðustu umferð á erfiðum útivelli á móti FH. Fjölnismenn hefðu viljað ná að halda áfram á sigurgöngu en það þýðir ekkert að gefast upp eftir einn leik. „Við höldum bara áfram, náðum frábærum sigri á móti FH. Það var mjög flottur leikur en þessi leikur hér í kvöld var allt öðruvísi. Þetta var miklu meiri ,,physical” leikur hér í kvöld og það var erfitt fyrir okkar stráka að mæta þessu og við guggnuðum á því,“ sagði Ágúst. Næsti leikur Fjölnis er í bikarnum á móti ÍBV á útivelli og Ágúst er vongóður um góð úrslit úr þeim leik. „Við förum til Eyja í bikarnum og við ætlum okkur að komast þar áfram að sjálfsögðu,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Fjölnir - Stjarnan 1-3 | Stjörnusigur í Grafarvoginum Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla með 1-3 útisigri á Fjölni í kvöld. 28. maí 2017 21:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis var vonsvikinn með leik sinna manna í kvöld en liðið tapaði þá 3-1 á heimavelli á móti Stjörnunni í 5. umferð Pepsi-deildar karla. „Við vissum alveg hverju við vorum að fara að mæta hér í kvöld. Þetta er gífurlega sterkt lið og mikil karlmennska í þessu liði og við mætum bara ekki til leiks með það hugarfar. Þeir voru bara miklu meira tilbúnir til þess að gefa allt í þetta en við vorum það ekki,“ sagði Ágúst Gylfason. Leikmenn Fjölnis voru mjög daufir meirihlutann af leiknum og það þurfti að fá á sig þrjú mörk til þess að vakna til lífsins. Ágúst gerði þrjár breytingar í leiknum þegar Þórir Guðjónsson, Gunnar Már Guðmundsson og Ingimundur Níels Óskarsson komu inn á í seinni hálfleik. „Við settum inn þrjá karlmenn inn í liðið sem voru tilbúnir til þess að mæta þeim og leikurinn snerist kannski aðeins við og við fengum allavega mark en kannski ekki mikið af færum það var erfitt að brjóta niður Stjörnumenn, þetta er alvöru lið og með alvöru karlmenn inn á vellinum,“ sagði Ágúst. Fjölnir náðu í góð þrjú stig í síðustu umferð á erfiðum útivelli á móti FH. Fjölnismenn hefðu viljað ná að halda áfram á sigurgöngu en það þýðir ekkert að gefast upp eftir einn leik. „Við höldum bara áfram, náðum frábærum sigri á móti FH. Það var mjög flottur leikur en þessi leikur hér í kvöld var allt öðruvísi. Þetta var miklu meiri ,,physical” leikur hér í kvöld og það var erfitt fyrir okkar stráka að mæta þessu og við guggnuðum á því,“ sagði Ágúst. Næsti leikur Fjölnis er í bikarnum á móti ÍBV á útivelli og Ágúst er vongóður um góð úrslit úr þeim leik. „Við förum til Eyja í bikarnum og við ætlum okkur að komast þar áfram að sjálfsögðu,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Fjölnir - Stjarnan 1-3 | Stjörnusigur í Grafarvoginum Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla með 1-3 útisigri á Fjölni í kvöld. 28. maí 2017 21:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Fjölnir - Stjarnan 1-3 | Stjörnusigur í Grafarvoginum Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi Pepsi-deildar karla með 1-3 útisigri á Fjölni í kvöld. 28. maí 2017 21:00