Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 21:52 Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ávarpar þingsal fyrr í kvöld. Vísir/Stefán Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann talaði um nýafstaðið þing Alþjóða heilbrigðismálaráðstefnunnar, WHO, sem hann sótti í fyrsta sinn sem heilbrigðisráðherra. Á þinginu bar Óttar bækur sínar í heilbrigðismálum saman við kollega sína, þar á meðal frá Indlandi, Norður-Kóreu og Lýðveldinu Kongó og sagði vandamál heilbrigðismála á Íslandi oft yfirstíganleg í stóra samhenginu. „Því þótt við glímum við stórar og alvarlegar áskoranir hér á Íslandi, bæði í heilbrigðismálum, eins og í öðru, þá er ljóst að okkar staða er að mörgu leyti góð, vandamálin oft yfirstíganleg í stóra samhenginu og tiltöluleg samstaða eða að minnsta kosti friður um ansi mörg grundvallarmál. Eftir að hafa heyrt sjónarmið fulltrúa 190 ríkja varð mér enn og aftur ljóst að enginn er eyland í heilbrigðismálum, faraldrar virða ekki landamæri, það gera loftslagsmálin heldur alls ekki og í æ ríkari mæli gera efnahagsmál og aðrar hliðar mannlífsins það ekki heldur.“Efling heilbrigðiskerfisins Töluvert hefur borið á gagnrýni á heilbrigðiskerfið í ræðum annarra þingmanna á Eldhúsdegi í kvöld. Óttar sagði þennan málaflokk augljóslega brenna íslenskum almenning fyrir brjósti. Hann sagði aðra þætti heilbrigðiskerfisins ekki munu líða fyrir byggingu nýs landspítala. „Heilbrigðismálin eru augljóslega sá málaflokkur sem íslenskur almenningur ber helst fyrir brjósti enda augljóst að þar er verk að vinna. Ég hef lagt áherlsu á að vinna heildstæða stefnu um heilbriðgisþjónustuna þvert á stofnanir og þjónustustig. Áherslan á mönnun heilbrigðisstétta, eflingu heilsugæslunar, þróun fjarheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðismálin eru mikilvæg. Lýðheilsa fléttast inn í ólík málefni, hún kemur við skipulagsmál, matvælaframleiðslu, umhverfismál, almenningssamgöngur, skóla osfrv. En það er ekki á annað hallað þó að bygging nýs landspítala sé sett á oddinn. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að ljúka byggingu fyrsta áfanga á næstu árum. Það verður eitthvað mesta grettistak í íslenskum heilbrgiðismálum í marga áratugi. Það er verk að vinna og gott að vita af breiðum stuðningi við þessa uppbyggingu,“ sagði Óttar.Hlutverk þingmanna að þjónusta almenning Þá sagði Óttar hlutverk þingmanna bæði ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu fyrst og fremst vera starf í þjónustu almennings. „Við kjörnir fulltrúar erum í þjónustustarfi fyrir almenning. Vissulega erum við kosin til að fylgja ákveðinni stefnu, til að framfylgja okkar áherslum. En gleymum því aldrei að okkar hlutverk er að þjóna almannahagsmunum, líka þeirra sem kusu okkur ekki. Þetta á bæði við um okkur sem stöndum að ríkisstjórninni og þingmenn annara flokka.“ Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi. 29. maí 2017 20:48 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 „Opinbera heilbrigðiskerfinu er haldið við sultarmörk meðan fjármunir renna ljúflega í einkarekstur“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór um víðan völl í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld og gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum. 29. maí 2017 21:36 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann talaði um nýafstaðið þing Alþjóða heilbrigðismálaráðstefnunnar, WHO, sem hann sótti í fyrsta sinn sem heilbrigðisráðherra. Á þinginu bar Óttar bækur sínar í heilbrigðismálum saman við kollega sína, þar á meðal frá Indlandi, Norður-Kóreu og Lýðveldinu Kongó og sagði vandamál heilbrigðismála á Íslandi oft yfirstíganleg í stóra samhenginu. „Því þótt við glímum við stórar og alvarlegar áskoranir hér á Íslandi, bæði í heilbrigðismálum, eins og í öðru, þá er ljóst að okkar staða er að mörgu leyti góð, vandamálin oft yfirstíganleg í stóra samhenginu og tiltöluleg samstaða eða að minnsta kosti friður um ansi mörg grundvallarmál. Eftir að hafa heyrt sjónarmið fulltrúa 190 ríkja varð mér enn og aftur ljóst að enginn er eyland í heilbrigðismálum, faraldrar virða ekki landamæri, það gera loftslagsmálin heldur alls ekki og í æ ríkari mæli gera efnahagsmál og aðrar hliðar mannlífsins það ekki heldur.“Efling heilbrigðiskerfisins Töluvert hefur borið á gagnrýni á heilbrigðiskerfið í ræðum annarra þingmanna á Eldhúsdegi í kvöld. Óttar sagði þennan málaflokk augljóslega brenna íslenskum almenning fyrir brjósti. Hann sagði aðra þætti heilbrigðiskerfisins ekki munu líða fyrir byggingu nýs landspítala. „Heilbrigðismálin eru augljóslega sá málaflokkur sem íslenskur almenningur ber helst fyrir brjósti enda augljóst að þar er verk að vinna. Ég hef lagt áherlsu á að vinna heildstæða stefnu um heilbriðgisþjónustuna þvert á stofnanir og þjónustustig. Áherslan á mönnun heilbrigðisstétta, eflingu heilsugæslunar, þróun fjarheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðismálin eru mikilvæg. Lýðheilsa fléttast inn í ólík málefni, hún kemur við skipulagsmál, matvælaframleiðslu, umhverfismál, almenningssamgöngur, skóla osfrv. En það er ekki á annað hallað þó að bygging nýs landspítala sé sett á oddinn. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að ljúka byggingu fyrsta áfanga á næstu árum. Það verður eitthvað mesta grettistak í íslenskum heilbrgiðismálum í marga áratugi. Það er verk að vinna og gott að vita af breiðum stuðningi við þessa uppbyggingu,“ sagði Óttar.Hlutverk þingmanna að þjónusta almenning Þá sagði Óttar hlutverk þingmanna bæði ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu fyrst og fremst vera starf í þjónustu almennings. „Við kjörnir fulltrúar erum í þjónustustarfi fyrir almenning. Vissulega erum við kosin til að fylgja ákveðinni stefnu, til að framfylgja okkar áherslum. En gleymum því aldrei að okkar hlutverk er að þjóna almannahagsmunum, líka þeirra sem kusu okkur ekki. Þetta á bæði við um okkur sem stöndum að ríkisstjórninni og þingmenn annara flokka.“
Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi. 29. maí 2017 20:48 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 „Opinbera heilbrigðiskerfinu er haldið við sultarmörk meðan fjármunir renna ljúflega í einkarekstur“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór um víðan völl í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld og gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum. 29. maí 2017 21:36 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi. 29. maí 2017 20:48
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58
„Opinbera heilbrigðiskerfinu er haldið við sultarmörk meðan fjármunir renna ljúflega í einkarekstur“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór um víðan völl í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld og gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum. 29. maí 2017 21:36
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16