Vísir skoðar betur flautumörkin í 2. umferð Pepsi-deildarinnar | Svona mikið var eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 09:30 KR, KA og Grindavík skoruðu öll mörk í uppbótartíma í leikjum sínum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. KR og Grindavík tryggðu sér sigur en KA-menn tryggðu sér jafntefli á heimavelli Íslandsmeistaranna. Vísir hefur sett saman myndband með þessum dramatísku mörkum og við höfum reiknað út hversu mikið var í raun eftir af leiknum þegar mörkin duttu inn á síðustu stundu í þessum leikjum. Stefán Snær Geirmundsson klippti saman upptökur af mörkunum þremur og setti líka inn skeiðklukku sem sýnir hversu í raun stuttan tíma hin liðin fengu til að svara. Víkingar fengu lengsta tímann eða 32 sekúndur og þeir komust í gott færi til að svara en tókst ekki að skora. Dómararnir flautuðu hinsvegar leikina af í Ólafsvík og í Kaplakrika nánast strax eftir lið FH og Víkinga byrjuðu með boltann á miðjunni. Það voru því sannkölluð flautumörk. FH og KR er eins og spáð í titlabaráttuna í ár og þessar dramatísku lokamínútur skiptu þessi lið miklu máli. FH var þannig með fimm stigum meira en KR þegar komið fram í uppbótartíma leikjanna en eftir að lokaflautið gall þá munaði bara einu stigi á liðunum. Það má sjá myndbandið með mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessi þrjú mörk.3:29 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Ásgeir Sigurgeirsson skoraði jöfnunarmark KA á móti Íslandsmeisturum FH þegar 3:29 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Pétur Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að FH-ingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:49 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark KR þegar 2:49 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að Ólafsvíkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:23 mínútur liðnar af uppbótartíma og 32 sekúndur eftir Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmark Grindavíkur á móti Reykjavíkur-Víkingum þegar 2:23 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leikinn af 32 sekúndum eftir að Víkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.Stigamunur á FH og KR á 90. mínútu leikjanna í 2. umferð FH 6 stig KR 1 stigFH með 5 stiga forskot á KR O Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir KR á móti Víkingi Ó. á 90.+3 mínútu O Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir KA á móti FH á 90.+4 mínútuStigamunur á FH og KR í leikslok leikjanna í 2. umferð FH 4 stig KR 3 stigFH með 1 stigs forskot á KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
KR, KA og Grindavík skoruðu öll mörk í uppbótartíma í leikjum sínum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. KR og Grindavík tryggðu sér sigur en KA-menn tryggðu sér jafntefli á heimavelli Íslandsmeistaranna. Vísir hefur sett saman myndband með þessum dramatísku mörkum og við höfum reiknað út hversu mikið var í raun eftir af leiknum þegar mörkin duttu inn á síðustu stundu í þessum leikjum. Stefán Snær Geirmundsson klippti saman upptökur af mörkunum þremur og setti líka inn skeiðklukku sem sýnir hversu í raun stuttan tíma hin liðin fengu til að svara. Víkingar fengu lengsta tímann eða 32 sekúndur og þeir komust í gott færi til að svara en tókst ekki að skora. Dómararnir flautuðu hinsvegar leikina af í Ólafsvík og í Kaplakrika nánast strax eftir lið FH og Víkinga byrjuðu með boltann á miðjunni. Það voru því sannkölluð flautumörk. FH og KR er eins og spáð í titlabaráttuna í ár og þessar dramatísku lokamínútur skiptu þessi lið miklu máli. FH var þannig með fimm stigum meira en KR þegar komið fram í uppbótartíma leikjanna en eftir að lokaflautið gall þá munaði bara einu stigi á liðunum. Það má sjá myndbandið með mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessi þrjú mörk.3:29 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Ásgeir Sigurgeirsson skoraði jöfnunarmark KA á móti Íslandsmeisturum FH þegar 3:29 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Pétur Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að FH-ingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:49 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark KR þegar 2:49 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að Ólafsvíkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:23 mínútur liðnar af uppbótartíma og 32 sekúndur eftir Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmark Grindavíkur á móti Reykjavíkur-Víkingum þegar 2:23 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leikinn af 32 sekúndum eftir að Víkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.Stigamunur á FH og KR á 90. mínútu leikjanna í 2. umferð FH 6 stig KR 1 stigFH með 5 stiga forskot á KR O Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir KR á móti Víkingi Ó. á 90.+3 mínútu O Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir KA á móti FH á 90.+4 mínútuStigamunur á FH og KR í leikslok leikjanna í 2. umferð FH 4 stig KR 3 stigFH með 1 stigs forskot á KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn