Spánverjinn ákærður fyrir kynferðisbrotin þrjú og verður áfram í haldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 15:08 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. VÍSIR/GVA Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15
Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35