Staurblindur meirihluti á ástand húsnæðismála Halldór Halldórsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Í borgarráði 27. apríl sl. var loksins tekin fyrir tillaga okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í borgarstjórn 7. febrúar sl. um að fjölga lóðum í Úlfarsárdal verulega umfram þær lóðir sem nú verða lagðar til við endurskoðun deiliskipulags. Upphaflegar tillögur um Grafarholt og Úlfarsárdal gerðu ráð fyrir allt að 28.000 íbúa byggð en miðað við stefnu meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar verður byggðin ekki nema fyrir 9.000 íbúa.Meirihlutinn felldi tillögu um fjölgun lóða Á fundinum í borgarstjórn hinn 7. febrúar samþykkti meirihlutinn að vísa tillögunni til borgarráðs. Á þeim tímapunkti kviknaði von um að meirihlutinn væri búinn að átta sig á því að núverandi ástand í húsnæðismálum gengi ekki lengur og því væri skynsamlegt að samþykkja tillögu um verulega fjölgun lóða. En því var ekki að heilsa. Því þessi sami meirihluti sem hafði látið tillöguna velkjast í borgarkerfinu í tæpa þrjá mánuði felldi tillöguna með þeirri röksemdafærslu að tillagan myndi ekki gera neitt til leysa húsnæðisvandann á höfuðborgarsvæðinu. Það yrði best gert með því að vinna rösklega að þeim áætlunum sem fyrir liggja. Það er kaldhæðnislegt að það eru einmitt þessar endalausu áætlanir sem meirihlutinn vísar til og borgarstjóri veifar statt og stöðugt sem fólk í húsnæðisþörf hefur ekki getað flutt inn í. Áætlanir á glærum borgarstjóra eru skjóllitlar og hriplekar.Það vantar 5.000 íbúðir núna Það er auðséð að meirihluti borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fararbroddi skilur ekki vandamálið. Það vantar 5.000 íbúðir í dag og svo 1.400 íbúðir árlega næsta áratuginn. Lóðaskortsstefna meirihlutans hefur þau áhrif á húsnæðismarkað að hér hefur verið sett Evrópumet í hækkun húsnæðisverðs síðan 2010 og sífellt fleiri fréttir berast af því að fólk sé að flýja blinda þéttingarstefnu meirihlutans til nágrannabyggðarlaga. Þrátt fyrir þessa stöðu heldur meirihlutinn sig við óbreytta stefnu um að úthluta ekki nýjum lóðum heldur styðjast nánast eingöngu við lóðir á þéttingarsvæðum þar sem ljóst er að íbúðir eru miklum mun dýrari en ef borgin úthlutaði sjálf fleiri lóðum. Skortur í húsnæðismálum og óeðlilega mikil þensla á húsnæðismarkaði markast af skorti sem er heimatilbúinn og í boði meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í Borgarstjórn Reykjavíkur. Eina ljósið í myrkrinu er að það eru borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þá geta borgarbúar rofið nánast sleitulausa valdasetu vinstri flokkanna í borgarstjórn síðan árið 1994. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Halldórsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Í borgarráði 27. apríl sl. var loksins tekin fyrir tillaga okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í borgarstjórn 7. febrúar sl. um að fjölga lóðum í Úlfarsárdal verulega umfram þær lóðir sem nú verða lagðar til við endurskoðun deiliskipulags. Upphaflegar tillögur um Grafarholt og Úlfarsárdal gerðu ráð fyrir allt að 28.000 íbúa byggð en miðað við stefnu meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar verður byggðin ekki nema fyrir 9.000 íbúa.Meirihlutinn felldi tillögu um fjölgun lóða Á fundinum í borgarstjórn hinn 7. febrúar samþykkti meirihlutinn að vísa tillögunni til borgarráðs. Á þeim tímapunkti kviknaði von um að meirihlutinn væri búinn að átta sig á því að núverandi ástand í húsnæðismálum gengi ekki lengur og því væri skynsamlegt að samþykkja tillögu um verulega fjölgun lóða. En því var ekki að heilsa. Því þessi sami meirihluti sem hafði látið tillöguna velkjast í borgarkerfinu í tæpa þrjá mánuði felldi tillöguna með þeirri röksemdafærslu að tillagan myndi ekki gera neitt til leysa húsnæðisvandann á höfuðborgarsvæðinu. Það yrði best gert með því að vinna rösklega að þeim áætlunum sem fyrir liggja. Það er kaldhæðnislegt að það eru einmitt þessar endalausu áætlanir sem meirihlutinn vísar til og borgarstjóri veifar statt og stöðugt sem fólk í húsnæðisþörf hefur ekki getað flutt inn í. Áætlanir á glærum borgarstjóra eru skjóllitlar og hriplekar.Það vantar 5.000 íbúðir núna Það er auðséð að meirihluti borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fararbroddi skilur ekki vandamálið. Það vantar 5.000 íbúðir í dag og svo 1.400 íbúðir árlega næsta áratuginn. Lóðaskortsstefna meirihlutans hefur þau áhrif á húsnæðismarkað að hér hefur verið sett Evrópumet í hækkun húsnæðisverðs síðan 2010 og sífellt fleiri fréttir berast af því að fólk sé að flýja blinda þéttingarstefnu meirihlutans til nágrannabyggðarlaga. Þrátt fyrir þessa stöðu heldur meirihlutinn sig við óbreytta stefnu um að úthluta ekki nýjum lóðum heldur styðjast nánast eingöngu við lóðir á þéttingarsvæðum þar sem ljóst er að íbúðir eru miklum mun dýrari en ef borgin úthlutaði sjálf fleiri lóðum. Skortur í húsnæðismálum og óeðlilega mikil þensla á húsnæðismarkaði markast af skorti sem er heimatilbúinn og í boði meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í Borgarstjórn Reykjavíkur. Eina ljósið í myrkrinu er að það eru borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þá geta borgarbúar rofið nánast sleitulausa valdasetu vinstri flokkanna í borgarstjórn síðan árið 1994.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun