KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2017 06:00 Svartir búningar Akureyrar sjást ekki framar. vísir/stefán Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira