Spurs rassskellti Harden og félaga og sendi þá í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 07:30 LaMarcus Aldridge treður hér boltanum í körfuna í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti