KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 08:00 Mynd/Samsett/Twittersíða handboltans í KR KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15
ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01
ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03
Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54
Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30