Lífið

Blaðamaður The Guardian mælir með íslensku hátíðinni Secret Solstice

Guðný Hrönn skrifar
Secret Solstice verður haldin frá 15. til 18. júní þetta árið.
Secret Solstice verður haldin frá 15. til 18. júní þetta árið.
Íslenska tónlistarhátíðin Secret Solstice var nefnd í upptalningu í leiðarvísi The Guardian um bestu tónlistarhátíðir ársins sem birtur var á vef The Guardian fyrr í vikunni. Það er blaðamaðurinn Kate Hutchinson sem mælir með Secret Solstice en margir blaðamenn koma að gerð listans.

Hún segir Secret Solstice hafa ákveðinn „wow-faktor“ sökum þess að íslenska náttúran og 5.000 ára gamalt hraun leiki þar stórt hlutverk. Þar á hún við að í ár verða sérstakir tónleikar haldnir í Raufarhólshelli.

Þetta mun vera hin fínasta auglýsing fyrir hátíðina sem haldin verður um miðjan júní. Þess má til gamans geta að aðrar hátíðir sem komust á listann eru meðal annars bresku hátíðirnar Field Day og Demon Dayz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×