Innlent

Inntökupróf í hagfræði lagt af

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. vísir/gva
„Við tókum þetta upp árið 2012 og erum að hætta með þetta aftur,“ segir Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Inntökupróf var haldið í deildinni síðustu fjögur árin en ekkert inntökupróf verður í haust.

Hann segir ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun. „Þegar við fórum af stað með þetta var álitið að aðrir væru að fara af stað með þetta líka, að aðrar deildir eins og viðskiptafræði myndu fylgja í kjölfarið. Við litum á að þarna værum við brautryðjendur en það hefur ekki gengið eftir.

Við í deildinni stefnum að því að hafa í staðinn stærðfræðipróf sem nemendur geta tekið sjálfir og metið sína eigin stöðu í kjölfarið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×