Handbolti

KR leggur handboltaliðið niður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar unnu sér sæti í Olís-deild karla í vor.
KR-ingar unnu sér sæti í Olís-deild karla í vor. mynd/twitter-síða handboltans í kr
KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor.

Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að KR muni ekki senda lið til þátttöku í meistaraflokki karla á mótum á vegum HSÍ á næsta tímabili.

Í yfirlýsingunni segir að aðstaða félagsins sé ekki nógu góð og það geti ekki boðið handknattleiksdeildinni upp á þá aðstöðu sem lið í fremstu röð þarfnast.

KR mun þó halda uppbyggingu í yngri flokkum áfram.

Yfirlýsing KR í heild sinni:

Aðalstjórn KR og stjórn handknattleiksdeildar KR hafa komist að niðurstöðu þess efnis að KR mun ekki senda lið til þátttöku í meistaraflokki karla í mótum á vegum HSÍ á komandi keppnistímabili.

 

Vegna stöðu félagsins í húsnæðismálum er ljóst að félagið getur ekki boðið handknattleiksdeildinni þá aðstöðu sem deildin þarfnast til þess að vera með lið í fremstu röð.

 

Sem fyrr mun KR leggja áherslu á uppbyggingu yngri flokka í handknattleik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×