Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Snærós Sindradóttir skrifar 16. maí 2017 06:00 Ekkert verður af því að leyft verði að selja vín í matvörubúðum á þessu þingi að minnsta kosti. vísir/stefán „Í heildina leggur ríkisstjórnin áherslu á að klára sem flest mál,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Mikið mæðir á nefndinni núna þegar stutt er eftir af þinginu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar.vísir/eyþórStjórnarkreppa eftir alþingiskosningarnar í lok síðasta árs varð til þess að hægagangur var á Alþingi fyrst um sinn. Fyrir jól var aðeins lögð áhersla á afgreiðslu fjárlaga og þegar ný ríkisstjórn var mynduð upp úr áramótum tók við að skipa í nefndir og koma þingstörfunum í samt horf. Nýliðar á Alþingi skipa formennsku í fjórum stórum nefndum. Samkvæmt vef Alþingis bíða 33 mál þess að komast í fyrstu umræðu, 67 mál eru enn til umræðu í nefndum, fimm mál bíða annarrar umræðu og aðeins eitt mál bíður þriðju umræðu. Það þarf því að halda verulega vel á spöðunum því fram undan eru sex þingfundadagar. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mesta áherslu á ríkisfjármálaáætlun, haftamálin og jafnlaunavottun. Önnur frumvörp félagsmálaráðherra um jafnrétti á vinnumarkaði og nokkur frumvörp umhverfisráðherra eru á meðal þess sem gæti þurft að bíða betri tíma. Hið margumtalaða áfengisfrumvarp, um að áfengi fari í almennar verslanir, næst ekki í gegn. „Það eru mjög mörg þingmannamál sem liggja fyrir nefndinni. Ég er ekkert viss um að það nái einhver þingmannamál fram að ganga en það gæti vel verið að við afgreiðum einhver af þeim ef tími gefst til í lokin en þá komast þau mjög ólíklega á dagskrá þingsins,“ segir Áslaug Arna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGvísir/ernirFréttablaðið hefur áður greint frá að umdeilt tálmunarfrumvarp, sem gerir tálmun umgengni barns við foreldri refsiverða þannig að hún varði fimm ára fangelsi, komist ekki í gegnum þingið. Sömu sögu er að segja af rafrettufrumvarpi heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir séu ekki byrjaðir að ræða við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði sett í forgang. „Við erum í raun í þeirri stöðu að við erum ekki til í að ljúka einhverjum málum á hraðferð. Við eigum nógu mörg dæmi þar sem hreinlega hafa orðið mistök í lagasetningu því verið er að drífa málin í gegn með ónógri vinnu. Við höfum svolítið sagt að við ætlumst til þess að þau upplýsi um það hvaða mál þau leggi áherslu á. Það hefur ekkert skýrst neitt með það.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
„Í heildina leggur ríkisstjórnin áherslu á að klára sem flest mál,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Mikið mæðir á nefndinni núna þegar stutt er eftir af þinginu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar.vísir/eyþórStjórnarkreppa eftir alþingiskosningarnar í lok síðasta árs varð til þess að hægagangur var á Alþingi fyrst um sinn. Fyrir jól var aðeins lögð áhersla á afgreiðslu fjárlaga og þegar ný ríkisstjórn var mynduð upp úr áramótum tók við að skipa í nefndir og koma þingstörfunum í samt horf. Nýliðar á Alþingi skipa formennsku í fjórum stórum nefndum. Samkvæmt vef Alþingis bíða 33 mál þess að komast í fyrstu umræðu, 67 mál eru enn til umræðu í nefndum, fimm mál bíða annarrar umræðu og aðeins eitt mál bíður þriðju umræðu. Það þarf því að halda verulega vel á spöðunum því fram undan eru sex þingfundadagar. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mesta áherslu á ríkisfjármálaáætlun, haftamálin og jafnlaunavottun. Önnur frumvörp félagsmálaráðherra um jafnrétti á vinnumarkaði og nokkur frumvörp umhverfisráðherra eru á meðal þess sem gæti þurft að bíða betri tíma. Hið margumtalaða áfengisfrumvarp, um að áfengi fari í almennar verslanir, næst ekki í gegn. „Það eru mjög mörg þingmannamál sem liggja fyrir nefndinni. Ég er ekkert viss um að það nái einhver þingmannamál fram að ganga en það gæti vel verið að við afgreiðum einhver af þeim ef tími gefst til í lokin en þá komast þau mjög ólíklega á dagskrá þingsins,“ segir Áslaug Arna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGvísir/ernirFréttablaðið hefur áður greint frá að umdeilt tálmunarfrumvarp, sem gerir tálmun umgengni barns við foreldri refsiverða þannig að hún varði fimm ára fangelsi, komist ekki í gegnum þingið. Sömu sögu er að segja af rafrettufrumvarpi heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir séu ekki byrjaðir að ræða við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði sett í forgang. „Við erum í raun í þeirri stöðu að við erum ekki til í að ljúka einhverjum málum á hraðferð. Við eigum nógu mörg dæmi þar sem hreinlega hafa orðið mistök í lagasetningu því verið er að drífa málin í gegn með ónógri vinnu. Við höfum svolítið sagt að við ætlumst til þess að þau upplýsi um það hvaða mál þau leggi áherslu á. Það hefur ekkert skýrst neitt með það.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00
Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00