Handbolti

Búið að slíta samstarfinu fyrir norðan | Þór spilar undir merkjum Akureyrar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Akureyri féll úr Olís-deild karla í vor.
Akureyri féll úr Olís-deild karla í vor. vísir/hanna
Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór í samvinnu við Handknattleikssamband Íslands hafa komist að samkomulagi um lok á samstarfi félaganna við rekstur meistarflokks karla í handknattleik.

KA mun senda eigið lið til keppni en Þór mun sjá um rekstur Akureyri Handboltafélags og spila undir merkjum þess. Bæði lið munu spila í 1. deild karla á næsta tímabili.

Samstarfi KA/Þórs í meistaraflokki kvenna verður hins vegar haldið áfram.

KA og Þór hafa spilað í efstu deild karla undir merkjum Akureyrar undanfarin 11 ár. Akureyri féll í vor og eftir að tímabilinu lauk óskaði KA eftir að slíta samstarfinu.

Á miðvikudaginn í síðustu viku bárust fréttir frá norðan að búið væri að slíta samstarfinu. Nú er svo búið að ganga formlega frá aðskilnaðinum.

Akureyri verður því með tvö lið í 1. deild karla á næsta tímabil. Það gerðist síðast tímabilið 1984-85 að Akureyri átti ekki lið í efstu deild karla.


Tengdar fréttir

KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan

Samstarf KA og Þórs í handbolta karla heyrir sögunni til. Bæði lið hefja leik í 1. deildinni næsta vetur. KA-menn vildu slíta samstarfinu en ekki Þórsarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×