Erlent

Hakkarar segjast hafa Pirates of the Caribbean 5 í haldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Johnny Depp leikur aðalhutverkið í myndinni.
Johnny Depp leikur aðalhutverkið í myndinni. Vísir/Getty
Tölvuþrjótar segjast hafa náð í eintak af nýjustu myndinni í Pirates of the Caribbean kvikmyndaröðinni og hóta þeir að gefa hana út á netinu nema kvikmyndaverið sem framleiði myndinni greiði þeim lausnargjald.

Þetta kom fram í máli Bob Iger, forstjóra Disney sem framleiðir myndinni, en hann ávarpaði starsfólk á fundi í gær þar sem hann greindi frá kröfum tölvuþrjótanna. Hann nafngreindi raunar ekki hvaða mynd væri um að ræða en heimildarmenn Deadline segja að um Pirates of the Caribbean 5, sem væntanleg er í kvikmyndahús, sé að ræða.

Krefjast tölvuþrjótarnir þess að fá greiðslu í rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin, ella muni þeir setja myndina á netið og gera hana aðgengilega almenningi endurgjaldslaust, í fimm 20 mínútna bútum. Iger segir að Disney hafi alfarið neitað því að verða við þessum kröfum og starfi nú með lögregluyfirvöldum í von um að komast að því hverjir standi að baki hótununum.

Stutt er síðan hakkarar héldu Netflix í gíslingu með því að hóta að dreifa fjórðu seríu af þáttunum vinsælu Orange is The New Black, sem væntanleg er í næsta mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×