Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 09:40 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi skrifstofustjóri fær ekki tæpar 24 milljónir króna sem Landsréttur hafði dæmt honum vegna niðurlagningar á stöðu hans. Hæstiréttur telur ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að staðan hefði verið lögð niður gagngert til að losna við skrifstofustjórann. Landsréttur dæmdi íslenska ríkið í fyrra til að greiða manninum, sem var skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Var til rannsóknar vegna afskipta af lögum um fiskeldi Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Umræddar ávirðingar tengdust skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun síðasta árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Skipulagsbreytingar ekki til málamynda Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn og ríkið hafi einkum deilt um það hvort embætti mannsins hefði verið lagt niður vegna skipulagsbreytinga eða hvort starfslok hans hefðu í reynd grundvallast á ávirðingum vegna embættisfærslu hans sem fara hefði átt með samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hæstiréttur hafi talið ekkert hafa komið fram í málinu um að skipulagsbreytingarnar hefðu verið til málamynda eða í reynd haft það að markmiði að leiða til lausnar mannsins frá embætti. Þá hafi einnig verið horft til þess að fyrir lá að hvorki ráðherra né ráðuneytisstjóra hefði verið kunnugt um ávirðingar í garð mannsins þegar breytingarnar voru afráðnar. Ekki yrði litið svo á að svigrúm ráðuneytisins til að leggja mat á hvort réttmætt væri að leggja niður embætti hans vegna skipulagsbreytinga hefði verið takmarkaðra vegna þess að ávirðingar voru komnar fram sem mögulega gátu leitt til áminningar eða jafnvel tafarlausrar lausnar um stundarsakir. Máttu líta til þess hvernig maðurinn hagaði störfum sínum Hefðu stjórnendur ráðuneytisins notið ákveðins svigrúms til að meta hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að skrifstofustjórinn héldi áfram störfum út skipunartíma sinn en hann hafi óskað eftir því við ráðuneytisstjóra eftir tilkynnt var um skipulagsbreytinguna. Ekki hefði verið ómálefnalegt að horfa í því tilliti meðal annars til þess hvernig hann hefði hagað störfum í embættistíð sinni. Að öllu virtu hafi Hæstiréttur talið að ráðuneytið hefði lagt nægilegan grunn að þeirri niðurstöðu sinni að ekki kæmi til greina að skrifstofustjórinn starfaði þar áfram eftir að skipulagsbreytingar hefðu komið til framkvæmda. Niðurlagning embættis hans og lausn hefði því verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvörðunin hefði brotið gegn sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf eins og atvikum málsins væri háttað. Yrði ekki litið svo á að ákvörðun ráðherra um niðurlagningu embættisins hefði í reynd haft það að markmiði að komast hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi skrifstofustjórans. Því var íslenska ríkið sýknað af kröfum skrifstofustjórans. Málskostnaður milli aðila var felldur niður. Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Landsréttur dæmdi íslenska ríkið í fyrra til að greiða manninum, sem var skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Var til rannsóknar vegna afskipta af lögum um fiskeldi Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Umræddar ávirðingar tengdust skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun síðasta árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Skipulagsbreytingar ekki til málamynda Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn og ríkið hafi einkum deilt um það hvort embætti mannsins hefði verið lagt niður vegna skipulagsbreytinga eða hvort starfslok hans hefðu í reynd grundvallast á ávirðingum vegna embættisfærslu hans sem fara hefði átt með samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hæstiréttur hafi talið ekkert hafa komið fram í málinu um að skipulagsbreytingarnar hefðu verið til málamynda eða í reynd haft það að markmiði að leiða til lausnar mannsins frá embætti. Þá hafi einnig verið horft til þess að fyrir lá að hvorki ráðherra né ráðuneytisstjóra hefði verið kunnugt um ávirðingar í garð mannsins þegar breytingarnar voru afráðnar. Ekki yrði litið svo á að svigrúm ráðuneytisins til að leggja mat á hvort réttmætt væri að leggja niður embætti hans vegna skipulagsbreytinga hefði verið takmarkaðra vegna þess að ávirðingar voru komnar fram sem mögulega gátu leitt til áminningar eða jafnvel tafarlausrar lausnar um stundarsakir. Máttu líta til þess hvernig maðurinn hagaði störfum sínum Hefðu stjórnendur ráðuneytisins notið ákveðins svigrúms til að meta hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að skrifstofustjórinn héldi áfram störfum út skipunartíma sinn en hann hafi óskað eftir því við ráðuneytisstjóra eftir tilkynnt var um skipulagsbreytinguna. Ekki hefði verið ómálefnalegt að horfa í því tilliti meðal annars til þess hvernig hann hefði hagað störfum í embættistíð sinni. Að öllu virtu hafi Hæstiréttur talið að ráðuneytið hefði lagt nægilegan grunn að þeirri niðurstöðu sinni að ekki kæmi til greina að skrifstofustjórinn starfaði þar áfram eftir að skipulagsbreytingar hefðu komið til framkvæmda. Niðurlagning embættis hans og lausn hefði því verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvörðunin hefði brotið gegn sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf eins og atvikum málsins væri háttað. Yrði ekki litið svo á að ákvörðun ráðherra um niðurlagningu embættisins hefði í reynd haft það að markmiði að komast hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi skrifstofustjórans. Því var íslenska ríkið sýknað af kröfum skrifstofustjórans. Málskostnaður milli aðila var felldur niður.
Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14