Heimavallardraugur á stærsta sviðinu í karlahandboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2017 06:30 Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason sækir að vörn FH en Arnar Freyr Ársælsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru til varnar. vísir/eyþór Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira