Erlent

ISIS-liðar felldu rúmlega 50 í skyndiárás í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Bæði þorpin munu nú vera undir stjórn ISIS.
Bæði þorpin munu nú vera undir stjórn ISIS. Vísir/AFP
Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir hafa fellt rúmlega 50 manns í skyndiárás á tvö þorp í morgun. Þorpin voru undir stjórn stjórnarhers Bashar al Assad en fimmtán vígamenn samtakanna létu lífið í árásinni. Syrian Obeservatory for Human Rights segir minnst fimmtán borgara og 27 Assad-liða hafa fallið.

Ekki sé búið að bera kennsla á tíu lík. Bæði þorpin munu nú vera undir stjórn ISIS.

Ríkismiðill Sýrlands, SANA, segir samkvæmt AFP fréttaveitunni að 20 borgarar hafi látið lífið í öðru þorpinu og að flest lík borgara hafi verið afhöðvuð eða afskræmd.

Þorpin sem um ræðiar heita Al-Mubujeh og Aqareb og eru í HAMA-héraði. Árið 2015 tóku ISIS-liðar minnst 37 almenna borgara af lífi í Al-Mabujeh og rændu um 50 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×