Undirbúningur á lokametrunum vegna brúðkaups Pippu Middleton Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2017 14:40 Pippa Middleton og James Matthews í desember síðastliðinn. Vísir/AFP Lokaundirbúningur vegna brúðkaups Pippu Middleton, systur Katrínar Middleson, hertogaynju af Cambridge, stendur nú yfir. Pippa mun ganga að eiga unnusta sinn, fjármálamanninn James Matthews, á laugardag. Vígslan mun eiga sér stað í kirkju heilags Markúsar í þorpinu Englefield í Berkshire, nálægt þeim stað sem Pippa ólst upp. Veislan verður haldin í garði foreldra hennar. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín verða í hópi gesta þar sem Georg litli prins mun aðstoða Pippu frænku og halda á slöri hennar (e. page boy) þegar hún gengur inn kirkjugólfið. Þá verður Karlotta litla ein brúðarmeyja.Sky News greinir frá því að Katrín hafi viðurkennt í garðveislu fyrr í vikunni að hún hefði áhyggjur af því hvernig börnin myndu haga sér á stóra degi Pippu. Harry prins er einnig boðið ásamt kærustu sinni, bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Verði Markle viðstödd verður það í fyrsta sinn sem hún kemur opinberlega fram með öðrum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar. Ekki er vitað hver hannar brúðarkjól hinnar 33 ára Pippu en í frétt Sky News er haft eftir tískusérfræðingum að hönnuðirnir Amanda Wakeley, Jenny Packham, Oscar De La Renta, Giles Deacon og Alexander McQueen komi öll til greina. Yngri bróðir hins 41 árs James Matthews, Spencer, er talinn líklegur til að gegna hlutverki svaramanns. Þau Pippa og James trúlofuðust síðasta sumar. Pippa vakti gríðarlega athygli fjölmiðla í brúðkaupi Katrínar, systur sinnar, og Vilhjálms prins árið 2011. Kóngafólk Tengdar fréttir Pippa labbar í vinnuna Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, lætur ljósmyndara sem elta hana á röndum hvert sem hún fer ekki slá sig út af laginu þegar kemur að því að ganga í vinnuna... 2. desember 2011 16:51 Handtekinn fyrir að „hakka“ síma Pippu Middleton Tölvuþrjótur reyndi að selja myndir Pippu á samfélagsmiðlum. 25. september 2016 12:36 Pippa byrjuð með bankamanni Pippa Middleton, systir hertogynjunnar af Cambridge, er byrjuð að deita bankamanninn James Matthews. Þau hafa sést oft saman í London og hamingjan skín úr augum þeirra. 29. október 2012 20:00 Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Parið mun mögulega koma fram opinberlega saman á næstu mánuðum. 6. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lokaundirbúningur vegna brúðkaups Pippu Middleton, systur Katrínar Middleson, hertogaynju af Cambridge, stendur nú yfir. Pippa mun ganga að eiga unnusta sinn, fjármálamanninn James Matthews, á laugardag. Vígslan mun eiga sér stað í kirkju heilags Markúsar í þorpinu Englefield í Berkshire, nálægt þeim stað sem Pippa ólst upp. Veislan verður haldin í garði foreldra hennar. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín verða í hópi gesta þar sem Georg litli prins mun aðstoða Pippu frænku og halda á slöri hennar (e. page boy) þegar hún gengur inn kirkjugólfið. Þá verður Karlotta litla ein brúðarmeyja.Sky News greinir frá því að Katrín hafi viðurkennt í garðveislu fyrr í vikunni að hún hefði áhyggjur af því hvernig börnin myndu haga sér á stóra degi Pippu. Harry prins er einnig boðið ásamt kærustu sinni, bandarísku leikkonunni Meghan Markle. Verði Markle viðstödd verður það í fyrsta sinn sem hún kemur opinberlega fram með öðrum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar. Ekki er vitað hver hannar brúðarkjól hinnar 33 ára Pippu en í frétt Sky News er haft eftir tískusérfræðingum að hönnuðirnir Amanda Wakeley, Jenny Packham, Oscar De La Renta, Giles Deacon og Alexander McQueen komi öll til greina. Yngri bróðir hins 41 árs James Matthews, Spencer, er talinn líklegur til að gegna hlutverki svaramanns. Þau Pippa og James trúlofuðust síðasta sumar. Pippa vakti gríðarlega athygli fjölmiðla í brúðkaupi Katrínar, systur sinnar, og Vilhjálms prins árið 2011.
Kóngafólk Tengdar fréttir Pippa labbar í vinnuna Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, lætur ljósmyndara sem elta hana á röndum hvert sem hún fer ekki slá sig út af laginu þegar kemur að því að ganga í vinnuna... 2. desember 2011 16:51 Handtekinn fyrir að „hakka“ síma Pippu Middleton Tölvuþrjótur reyndi að selja myndir Pippu á samfélagsmiðlum. 25. september 2016 12:36 Pippa byrjuð með bankamanni Pippa Middleton, systir hertogynjunnar af Cambridge, er byrjuð að deita bankamanninn James Matthews. Þau hafa sést oft saman í London og hamingjan skín úr augum þeirra. 29. október 2012 20:00 Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Parið mun mögulega koma fram opinberlega saman á næstu mánuðum. 6. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Pippa labbar í vinnuna Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, lætur ljósmyndara sem elta hana á röndum hvert sem hún fer ekki slá sig út af laginu þegar kemur að því að ganga í vinnuna... 2. desember 2011 16:51
Handtekinn fyrir að „hakka“ síma Pippu Middleton Tölvuþrjótur reyndi að selja myndir Pippu á samfélagsmiðlum. 25. september 2016 12:36
Pippa byrjuð með bankamanni Pippa Middleton, systir hertogynjunnar af Cambridge, er byrjuð að deita bankamanninn James Matthews. Þau hafa sést oft saman í London og hamingjan skín úr augum þeirra. 29. október 2012 20:00
Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Parið mun mögulega koma fram opinberlega saman á næstu mánuðum. 6. febrúar 2017 11:45