Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:07 Guðlaugur á bekknum í kvöld. Vísir/Eyþór Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45