Tveir af efnilegustu handboltamönnum landsins fengu báðir 10 fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 10:00 FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir á Valsmanninn Ýmir Örn Gíslason í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7 Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7
Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira