Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 21:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00