Ekki vera nasisti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 2. maí 2017 11:25 Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun