Björk og Jónas Sen senda frá sér veglega nótnabók Guðný Hrönn skrifar 3. maí 2017 14:15 Jónas Sen hefur undanfarin átta ár unnið að veglegu bókverki í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur. Vísir/GVA Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com. Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com.
Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira