Löggan vissi af dópinu Snærós Sindradóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. vísir/GVA Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Rannsókn lögreglu á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum til landsins með Norrænu teygir anga sína til Hollands. Mennirnir tveir, sem eru í haldi lögreglu, eru báðir pólskir en annar mannanna kom efnunum til landsins með bíl í Norrænu en hinn ferðaðist hingað nokkrum dögum áður og veitti efnunum viðtöku. Mikill fjöldi smyglmála, sem komið hafa upp undanfarin ár, hefur sterka tengingu við Holland. Lögreglan greindi frá því í gær að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Heimildir herma að lögreglu hafi borist ábending um innflutninginn nokkru áður en Norræna kom til landsins á þriðjudag í síðustu viku. Rannsókn á frumstigi hafi leitt í ljós hvernig maður í Hollandi reyndi að sannfæra pólska smyglarann um að þrátt fyrir að fíkniefnahundar og tollayfirvöld gætu komið að leit í skipinu væri engin hætta á að efnin fyndust. Svo haganlega væri búið um þau. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst óskaði lögregla eftir heimild til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílnum og staðsetningartæki. Fram hefur komið að maðurinn var ekki handtekinn við komu til landsins heldur leyft að koma efnunum á áfangastað þar sem báðir voru handteknir. Fíkniefnin eru í efnagreiningu svo ekki liggur fyrir hvers konar efni er um að ræða né nákvæmt magn. Misjafnlega hefur gengið að finna höfuðpaura í smyglmálum sem undanfarið hafa komið upp og hafa tengingu við Holland. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, segir allt kapp lagt á að rannsaka aðild grunuðu að málinu en segist ekki geta sagt til um hvort lögregla telji öll smyglmálin, sem komið hafa upp með tengingu við Holland, eigi sömu upptök hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira