Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Makedónía 30-29 | Lífsnauðsynlegur sigur hjá strákunum Dagur Sveinn Dagbjartsson í Laugardalshöll skrifar 7. maí 2017 22:00 Rúnar Kárason lætur vaða á markið í kvöld. vísir/eyþór Það var nokkur sjálfti í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. Makedónía náði undirtökunum í upphafi leiks og Ísland náði ekki að nýta sér góðan sóknarleik sér í vil. Makedónía svaraði ávallt með marki og náði mest þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik. Þá vöknuðu okkar menn til lífsins og hófu að saxa á forskotið. Ólafur Andrés Guðmundsson var sjóðheitur í fyrri hálfleik og um tíma hélt íslenska liðinu inni í leiknum. Vörn Íslands fór að vinna betur saman eftir því sem á leið fyrri hálfleik, Geir breytti yfir í 5-1 vörn en þrátt fyrir það fékk Ísland aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik. Ísland náði að jafna leikinn þegar níu mínútu lifðu af fyrri hálfleik og von kviknaði um að nú væri neistinn kominn í leik íslenska liðsins. Ísland náði mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik þegar Ólafur Guðmundsson skoraði sitt fimmta mark, 14-12. Makedónía náði þó að klóra í bakkann og jafnaði metin skömmu áður en flautað var til leiksloka. Staðan í hálfleik var 16-16. Í upphafi síðari hálfleiks virtist vera eitthvað óðagot á sóknarleik beggja liða. Varnirnar stóðust áhlaupin og markverðir liðanna tóku nokkra bolta. Ísland var þó með undirtökin og vörn Íslands í síðari hálfleik var mun betri en í þeim fyrri og um miðjan fyrri hálfleik virtist Ísland vera að ná góðum takti í sóknarleik sinn sömuleiðis. Þá tók Bosko Ristovski við sér í markinu og nokkur titringur kom í sóknina í kjölfarið. Ísland fékk hins vegar þrjú auðveld mörk á stuttum tíma þar sem skorað var yfir endilangan völlinn og það tók skjáltfann úr mönnum. Björgvin Páll tók einnig við sér í marki Íslands. Ekki nóg með að hann hafi varið nokkur mikilvæg skot heldur skoraði hann einnig tvö mörk í leiknum, nýtti sér mannlaust mark Makedóníu. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Ísland hafði undirtökin en erfiðlega gekk að ganga frá leiknum. Öflugt lið Makedóníu var aldrei langt undan. Svo fór að Ísland náði að innbyrða gríðarlega mikilvægan sigur, 30-29. Sigurinn þýðir að nú eru öll liðin í riðlinum jöfn með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland leikur næst á útivelli gegn Tékkum 14. júní og fær svo Úkraínu í heimsókn 18. júní. Tvö lið fara áfram úr riðlinum.Ísland Varin skot (víti) Björgvin Páll Gústavsson 11 Mörk (víti) Ólafur Andrés Guðmundsson 7 Rúnar Kárason 6 Aron Pálmarsson 3 Guðjón Valur Sigurðsson 3 Arnór Þór Gunnarsson 3 (1) Arnar Freyr Arnarsson 3 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Björgvin Páll Gústavsson 2 Bjarki Már Elísson 1Makedónía Varin skot (víti) Bosko Ristovski 16 (2) Mörk (víti) Kiril Lazarov 8 (1) Dejan Manaskov 6 Stojanche Stoilov 5 Filip Mirkulovski 5 Filip Lazarov 3 Velko Markoski 1 Goce Georgievski 1 Ólafur Guðmundsson: Við náðum að rugla aðeins í þeim með breyttum varnarleikÓli á ferðinni í kvöld.vísir/eyþórÓlafur Guðmundsson var atkvæðamestur leikmanna Íslands í leiknum. Hann skoraði 7 mörk og átti glimmrandi leik, tók oft á tíðum frumkvæði og var óhræddur við að láta til sín taka, bæði í vörn og sókn. "Ég er rosalega ánægður með þennan sigur. Kannski svolítið tæpt í lokinn en tvö mikilvæg stig og við þurftum bara að vinna hér í dag. Þetta var frábært," sagði glaður Ólafur Guðmundsson eftir leikinn. "Við klúðruðum svolítið mörgum dauðafærum en munurinn á þessum leik og leiknum í Skopje var kannski sá að við vorum að leiða í seinni hálfleik og það er þægilegra. Við náðum að byggja upp smá forskot og höfðum smá svigrúm í lokinn," sagði Ólafur og bætti við að varnarleikurinn hafi verið betri í þessum leik en í þeim síðari. "Við fórum í 5-1 vörn og náðum að rugla þá aðeins. Tókum taktinn úr þeirra spili og ég myndi segja að það hafi virkað. Það var kannski engin stór breyting en þeir þurftu að fara út úr sínu kerfi og það virkaði í dag," sagði Ólafur að lokum. Guðjón Valur Sigurðsson: Gríðarlegur styrkur að klára þettaStrákarnir stóðu þétt saman.vísir/eyþórÞað þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi leiksins upp á framhaldið að gera en tap í Laugardalshöllinni í kvöld hefði sett íslenska liðið í afar slæma stöðu. "Við horfðum klárlega á þetta sem úrslitaleik. Það sást kannski, var smá taugatitringur. En frábært hvernig við höndluðum pressuna og að sigla þessu heim var gríðarlega mikilvægt," sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. Ísland var með fjögurra marka forystu þegar skammt var til leiksloka en þegar flautað var til leiksloka var munurinn aðeins eitt mark. "Það fór ekkert of mikið um mig. Þetta leit vel út þegar tíu mínútur voru eftir. Við vorum fjórum mörkum yfir og áttum séns á að komast fimm mörkum yfir. En við vorum fljótir að missa þetta niður í tvö. Og því segi ég að styrkurinn var gríðarlegur að ná að klára þetta," sagði Guðjón Valur. "Við vildum spila almennt betur en í Makedóníu. Vörnin gekk miklu betur. Ekki framan af en við leystum það. Bjarki [Már Gunnarsson] steig stórkostlega upp í seinni hálfleik og braut þeirra sóknir niður hvað eftir annað. Og allir strákarnir í heild sinni. Við gerðum það betur. Ólafur [Guðmundsson] ætlaði heldur betur að sýna sig og sanna og gerði það, heldur betur. Rúnar [Kárason] skoraði líka nokkur mikilvæg mörk. Og það þarf ekkert að fjölyrða um hversu góður Aron er. Mér fannst allir leggja mikið til liðsins í dag," sagði Guðjón Valur að lokum. Geir Sveinsson: Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn, við náðum stöðugt að búa til færiGeir á hliðarlínunni í kvöld.vísir/eyþórGeir Sveinsson var eðlilega mjög ánægður með að hafa tekið tvö stig gegn Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Sigurinn þýðir að öll liðin í riðlinum eru með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir. "Við þurftum þessi stig og þetta gerir það að verkum að riðillinn er galopinn. Það sem er best að þetta er í okkar höndum hvað framhaldið varðar," sagði Geir sem gerði mikilvæga breytingu á varnarleik liðsins um miðjan fyrri hálfleik. "Við vorum of flatir varnarlega. Þeir náðu að komast trekk í trekk upp að okkur sem gerði það að verkum að við náðum ekki að fara út í skytturnar. Þetta var of auðvelt fyrir þá. Við það að fara í 5-1 fengum við meiri hreyfanleika, bakverðir þurftu að koma framar. Það eiga allir hrós skilið," sagði Geir. "Við náðum að bæta og laga sóknarleikinn okkar frá því í Skopje. Við fengum betra flæði í hann. Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn. Við náðum stöðugt að búa til færi og mikið um opnanir. Við hefðum kannski átt að nýta það enn betur," sagði Geir að lokum. Hægt er að fylgjast með gangi mála hér að neðan.30-29 (leik lokið): ÍSLAND VINNUR GRÍÐARLEGA MIKILVÆGAN SIGUR!30-29 (60. mín): Lazarov skorar! 16 sekúndur eftir þegar Ísland tekur leikhlé!30-28 (59. mín): Ruðningur dæmur á Ísland!30-28 (59. mín): Makedónía í sókn. Höndin komin upp hjá dómurunum. Og þeir skora!29-27 (57. mín): Kiril Lazarov skorar úr vítakasti.29-26 (56. mín): Makedónía reynir að fiska Íslendinga af velli með alls konar brögðum. Ísland fékk hins vegar vítakast sem Arnór Gunnarsson tók. MARK!28-26 (55. mín): Munurinn kominn í tvö mörk! Ísland tekur leikhlé!28-24 (54. mín): Bjarki Már Elísson fór inn úr horninu en Ristovski varði! Makedónía tekur aftur leikhlé.28-24 (53. mín): Björgvin Páll skorar annað mark og ver svo í næstu sókn! Geggjað!26-24 (51. mín): Kiril Lazarov skorar og minnkar þetta í tvö mörk. Koma svo Ísland!26-23 (49. mín): Ristovski virðist vera að vakna til lífsins á nýjan leik og ver núna skot frá Arnóri Atlasyni.25-22 (46. mín): Aftur skorar Ísland í mannlaust markið! Nú var það Bjarki Már Elísson!24-22 (45. mín): Björgvin Páll skorar yfir endilangan völlinn! Makedónía tekur leikhlé.23-22 (43. mín): Makedónía manni færri en Ísland nær ekki að nýta sér það!22-20 (41. mín): Björgvin Páll kominn með 10 skot varin. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar!21-20 (40. mín): Rúnar Kárason með fimmta markið sitt.20-19 (38. mín): Aron Pálmarsson með sitt annað mark í dag!18-18 (36. mín): Þetta er leikur markvarðanna þessa stundina.18-16 (33. mín): Ólafur Guðmundsson er óstöðvandi!17-16 (32. mín): Björgvin Páll með sitt sjöunda varða skot! Koma svo!17-16 (31. mín): Ólafur Guðmundsson heldur uppteknum hætti í síðari hálfleik. Sjötta markið hans!16-16 (31. mín): Síðari hálfleikur er farinn af stað. Áfram Ísland!16-16 (fyrri hálfleik lokið): Rúnar Kárason skoraði fyrir Ísland en Makedónía jafnaði nánast um leið. Ólafur Guðmundsson átti síðasta skotið en Ristovski sá við honum í markinu.15-14 (29. mín): Aftur ver Ristovski vítakast! Ísland hélt hins vegar boltanum og Rúnar Kárason skoraði!14-14 (27. mín): Makedónar skora úr einni lengstu sókn í heimi.14-12 (25. mín): Ólafur Guðmundsson er sjóðheitur! Fimmta markið hans!12-11 (22. mín): Og Arnór Þór Gunnarsson kemur Íslandi yfir í fyrsta sinn!11-11 (21. mín): Guðjón Valur skoraði og jafnaði metin. Makedónía tekur leikhlé. Þetta er í fyrsta sinn sem staðan er jöfn frá því að hún var 1-1.10-11 (20. mín): Arnór Gunnarsson skoraði fyrir Íslands úr hraðaupphlaupi en Kiril Lazarov svaraði í næstu sókn.9-10 (19. mín): Arnar Freyr Arnarsson skorar af línunni! Nú þarf að stoppa sóknarleik þeirra.7-10 (17. mín): Guðjón Valur skorar. En sóknarleikur Íslands ekki frekar stirður þessa stundina. Makedónar með yfirhöndina.6-7 (13. mín): Ólafur Guðmundsson með aðra neglu, stöngin inn!5-6 (11. mín): Ólafur Guðmundsson kominn tvö mörk. Neglir þessum í netið!4-5 (9. mín): Guðjón Valur skorar úr þröngu færi, snýr hann framhjá Ristovski í markinu!3-4 (7. mín): Ísland nær að galopna vörn Makedóna og Ólafur Guðmundsson nýtti sér það. Björgvin ver hinum megin.2-4 (6. mín): Kiril Lazarov með sitt fyrsta mark og eykur muninn í tvö mörk.1-1 (3. mín): Aron Pálmarsson skorar fyrsta mark Íslands.0-1 (3. mín): Stojanche Stoilov með fyrsta mark leiksins af línunni.0-0 (2. mín): Guðjón Valur lætur verja frá sér út vítakasti. 0-0 (1. mín): Smá vesen með leikklukkuna. En leikurinn er farinn af stað á nýjan leik.0-0 (1. mín): Leikurinn er hafinn!19:38: Leikmenn brokka inn á völlinn. Íslendingar eru í sínum venjulegu bláu búningum en Makedóníumenn eru gulklæddir frátoppi til táar.19:35: Það er nokkrir Makedóníumenn í stúkunni með fána og blöðrur. Eins og á 17. júní.19:31: Partýbær með Ham hljómar núna í Höllinni. Heilbrigðisráðherrann þenur raddböndin.19:28: Markvarsla íslenska liðsins var ekki nógu góð á fimmtudaginn. Að sögn Björgvins Páls voru 4-5 mörk þar sem hann átti að gera betur.19:25: Borko Ristovski, markvörður Makedóníu, varði leiðinlega mörg skot í leiknum í Skopje. Ristovski, sem spilar með Barcelona, var ekki valinn í HM-hóp Makedóníu en nýr þjálfari, Raul González, hóaði aftur í þennan reynslubolta.19:18: Íslenska liðið þarf að spila miklu betri sóknarleik í leiknum í kvöld. Íslendingar voru ekki tapa boltanum jafn klaufalega og þeir gerðu oft á HM en sóknin var rosalega stirð og höndin fór alltof oft upp.19:15: Aron Pálmarsson segist ekki nenna að horfa á EM í sjónvarpinu. Vonandi fáum við dúndurleik frá honum í kvöld. Aron hefur verið frábær með Veszprém eftir að hann sneri aftur eftir meiðslin sem héldu honum frá keppni á HM í Frakklandi.19:12: Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, var kallaður inn í hópinn fyrir þennan leik vegna meiðsla Gunnars Steins Jónssonar. Sveitungi Theodórs, Erlingur Richardsson, stýrði upphitun íslenska liðsins af miklum myndarskap.19:04: Tapið í Skopje var aðeins þriðja tap Íslands fyrir Makedóníu frá því landið fékk sjálfstæði. Hin töpin komu einnig í Skopje; 1999 og 2008. Ísland hefur aldrei tapað fyrir Makedóníu hér í Höllinni og vonandi breytist það ekkert í kvöld.19:02: Sem kunnugt er vann Makedónía Ísland með fimm mörkum, 30-25, í Skopje á fimmtudaginn. Íslenska liðið spilaði ekki vel í leiknum en það var samt algjör óþarfi að tapa leiknum með fimm mörkum. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Fyrrum samherji hans hjá Barcelona, Kiril Lazarov, skoraði 11 mörk fyrir Makedóníu.18:59: Ísland hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni í háa herrans tíð og strákarnir taka vonandi ekki upp á þeim ósið í kvöld.18:50: Lið Íslands er þannig skipað: 1 Björgvin Páll Gústavsson, 16 Stephen Nielsen, 3 Kári Kristjánsson, 4 Aron Pálmarsson, 5 Rúnar Kárason, 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson, 7 Arnór Atlason, 9 Guðjón Valur Sigurðsson, 13 Ólafur Guðmundsson, 14 Arnór Þór Gunnarsson, 21 Arnar Freyr Arnarsson, 25 Bjarki Már Elísson, 26 Bjarki Már Gunnarsson, 29 Theodór Sigurbjörnsson, 30 Ómar Ingi Magnússon, 33 Janus Daði Smárason. Lið Makedóníu er þannig skipað: 1 Nikola Mitrevski, 16 Borko Ristovski, 3 Dejan Manaskov, 5 Stojanche Stoilov, 7 Kiril Lazarov, 8 Vlakto Mitkov, 11 Filip Taleski, 13 Filip Mirkulovski, 14 Velko Markoski, 17 Nikola Markoski, 22 Goce Georgievski, 23 Filip Lazarov, 26 Goce Ojleski, 27 Filip Kuzmanovski, 29 Marko Neloski, 33 Zharko Peshevski. Dómararnir heita Sondors Zigmars og Licis Renars og koma frá Lettlandi.18:48: Ísland er á botni riðils 4 með tvö stig. Tékkland, Makedónía og Úkraína eru öll með fjögur stig. Eftir leikinn í kvöld á Ísland eftir að mæta Tékkland úti 14. júní og Úkraínu heima 18. júní.18:47: Staðan er ósköp einföld fyrir íslenska liðið. Það verður að vinna til að eiga möguleika á að komast á EM í Króatíu á næsta ári. Annars er það stórmótslaus janúar í fyrsta sinn síðan 2009. Þá voru það einmitt Makedóníumenn sem slógu Íslendinga út í umspili um sæti á HM í Króatíu.18:45: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina þar sem Ísland tekur á móti Makedóníu í undankeppni EM 2018. EM 2018 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Það var nokkur sjálfti í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. Makedónía náði undirtökunum í upphafi leiks og Ísland náði ekki að nýta sér góðan sóknarleik sér í vil. Makedónía svaraði ávallt með marki og náði mest þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik. Þá vöknuðu okkar menn til lífsins og hófu að saxa á forskotið. Ólafur Andrés Guðmundsson var sjóðheitur í fyrri hálfleik og um tíma hélt íslenska liðinu inni í leiknum. Vörn Íslands fór að vinna betur saman eftir því sem á leið fyrri hálfleik, Geir breytti yfir í 5-1 vörn en þrátt fyrir það fékk Ísland aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik. Ísland náði að jafna leikinn þegar níu mínútu lifðu af fyrri hálfleik og von kviknaði um að nú væri neistinn kominn í leik íslenska liðsins. Ísland náði mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik þegar Ólafur Guðmundsson skoraði sitt fimmta mark, 14-12. Makedónía náði þó að klóra í bakkann og jafnaði metin skömmu áður en flautað var til leiksloka. Staðan í hálfleik var 16-16. Í upphafi síðari hálfleiks virtist vera eitthvað óðagot á sóknarleik beggja liða. Varnirnar stóðust áhlaupin og markverðir liðanna tóku nokkra bolta. Ísland var þó með undirtökin og vörn Íslands í síðari hálfleik var mun betri en í þeim fyrri og um miðjan fyrri hálfleik virtist Ísland vera að ná góðum takti í sóknarleik sinn sömuleiðis. Þá tók Bosko Ristovski við sér í markinu og nokkur titringur kom í sóknina í kjölfarið. Ísland fékk hins vegar þrjú auðveld mörk á stuttum tíma þar sem skorað var yfir endilangan völlinn og það tók skjáltfann úr mönnum. Björgvin Páll tók einnig við sér í marki Íslands. Ekki nóg með að hann hafi varið nokkur mikilvæg skot heldur skoraði hann einnig tvö mörk í leiknum, nýtti sér mannlaust mark Makedóníu. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Ísland hafði undirtökin en erfiðlega gekk að ganga frá leiknum. Öflugt lið Makedóníu var aldrei langt undan. Svo fór að Ísland náði að innbyrða gríðarlega mikilvægan sigur, 30-29. Sigurinn þýðir að nú eru öll liðin í riðlinum jöfn með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland leikur næst á útivelli gegn Tékkum 14. júní og fær svo Úkraínu í heimsókn 18. júní. Tvö lið fara áfram úr riðlinum.Ísland Varin skot (víti) Björgvin Páll Gústavsson 11 Mörk (víti) Ólafur Andrés Guðmundsson 7 Rúnar Kárason 6 Aron Pálmarsson 3 Guðjón Valur Sigurðsson 3 Arnór Þór Gunnarsson 3 (1) Arnar Freyr Arnarsson 3 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Björgvin Páll Gústavsson 2 Bjarki Már Elísson 1Makedónía Varin skot (víti) Bosko Ristovski 16 (2) Mörk (víti) Kiril Lazarov 8 (1) Dejan Manaskov 6 Stojanche Stoilov 5 Filip Mirkulovski 5 Filip Lazarov 3 Velko Markoski 1 Goce Georgievski 1 Ólafur Guðmundsson: Við náðum að rugla aðeins í þeim með breyttum varnarleikÓli á ferðinni í kvöld.vísir/eyþórÓlafur Guðmundsson var atkvæðamestur leikmanna Íslands í leiknum. Hann skoraði 7 mörk og átti glimmrandi leik, tók oft á tíðum frumkvæði og var óhræddur við að láta til sín taka, bæði í vörn og sókn. "Ég er rosalega ánægður með þennan sigur. Kannski svolítið tæpt í lokinn en tvö mikilvæg stig og við þurftum bara að vinna hér í dag. Þetta var frábært," sagði glaður Ólafur Guðmundsson eftir leikinn. "Við klúðruðum svolítið mörgum dauðafærum en munurinn á þessum leik og leiknum í Skopje var kannski sá að við vorum að leiða í seinni hálfleik og það er þægilegra. Við náðum að byggja upp smá forskot og höfðum smá svigrúm í lokinn," sagði Ólafur og bætti við að varnarleikurinn hafi verið betri í þessum leik en í þeim síðari. "Við fórum í 5-1 vörn og náðum að rugla þá aðeins. Tókum taktinn úr þeirra spili og ég myndi segja að það hafi virkað. Það var kannski engin stór breyting en þeir þurftu að fara út úr sínu kerfi og það virkaði í dag," sagði Ólafur að lokum. Guðjón Valur Sigurðsson: Gríðarlegur styrkur að klára þettaStrákarnir stóðu þétt saman.vísir/eyþórÞað þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi leiksins upp á framhaldið að gera en tap í Laugardalshöllinni í kvöld hefði sett íslenska liðið í afar slæma stöðu. "Við horfðum klárlega á þetta sem úrslitaleik. Það sást kannski, var smá taugatitringur. En frábært hvernig við höndluðum pressuna og að sigla þessu heim var gríðarlega mikilvægt," sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. Ísland var með fjögurra marka forystu þegar skammt var til leiksloka en þegar flautað var til leiksloka var munurinn aðeins eitt mark. "Það fór ekkert of mikið um mig. Þetta leit vel út þegar tíu mínútur voru eftir. Við vorum fjórum mörkum yfir og áttum séns á að komast fimm mörkum yfir. En við vorum fljótir að missa þetta niður í tvö. Og því segi ég að styrkurinn var gríðarlegur að ná að klára þetta," sagði Guðjón Valur. "Við vildum spila almennt betur en í Makedóníu. Vörnin gekk miklu betur. Ekki framan af en við leystum það. Bjarki [Már Gunnarsson] steig stórkostlega upp í seinni hálfleik og braut þeirra sóknir niður hvað eftir annað. Og allir strákarnir í heild sinni. Við gerðum það betur. Ólafur [Guðmundsson] ætlaði heldur betur að sýna sig og sanna og gerði það, heldur betur. Rúnar [Kárason] skoraði líka nokkur mikilvæg mörk. Og það þarf ekkert að fjölyrða um hversu góður Aron er. Mér fannst allir leggja mikið til liðsins í dag," sagði Guðjón Valur að lokum. Geir Sveinsson: Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn, við náðum stöðugt að búa til færiGeir á hliðarlínunni í kvöld.vísir/eyþórGeir Sveinsson var eðlilega mjög ánægður með að hafa tekið tvö stig gegn Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Sigurinn þýðir að öll liðin í riðlinum eru með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir. "Við þurftum þessi stig og þetta gerir það að verkum að riðillinn er galopinn. Það sem er best að þetta er í okkar höndum hvað framhaldið varðar," sagði Geir sem gerði mikilvæga breytingu á varnarleik liðsins um miðjan fyrri hálfleik. "Við vorum of flatir varnarlega. Þeir náðu að komast trekk í trekk upp að okkur sem gerði það að verkum að við náðum ekki að fara út í skytturnar. Þetta var of auðvelt fyrir þá. Við það að fara í 5-1 fengum við meiri hreyfanleika, bakverðir þurftu að koma framar. Það eiga allir hrós skilið," sagði Geir. "Við náðum að bæta og laga sóknarleikinn okkar frá því í Skopje. Við fengum betra flæði í hann. Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn. Við náðum stöðugt að búa til færi og mikið um opnanir. Við hefðum kannski átt að nýta það enn betur," sagði Geir að lokum. Hægt er að fylgjast með gangi mála hér að neðan.30-29 (leik lokið): ÍSLAND VINNUR GRÍÐARLEGA MIKILVÆGAN SIGUR!30-29 (60. mín): Lazarov skorar! 16 sekúndur eftir þegar Ísland tekur leikhlé!30-28 (59. mín): Ruðningur dæmur á Ísland!30-28 (59. mín): Makedónía í sókn. Höndin komin upp hjá dómurunum. Og þeir skora!29-27 (57. mín): Kiril Lazarov skorar úr vítakasti.29-26 (56. mín): Makedónía reynir að fiska Íslendinga af velli með alls konar brögðum. Ísland fékk hins vegar vítakast sem Arnór Gunnarsson tók. MARK!28-26 (55. mín): Munurinn kominn í tvö mörk! Ísland tekur leikhlé!28-24 (54. mín): Bjarki Már Elísson fór inn úr horninu en Ristovski varði! Makedónía tekur aftur leikhlé.28-24 (53. mín): Björgvin Páll skorar annað mark og ver svo í næstu sókn! Geggjað!26-24 (51. mín): Kiril Lazarov skorar og minnkar þetta í tvö mörk. Koma svo Ísland!26-23 (49. mín): Ristovski virðist vera að vakna til lífsins á nýjan leik og ver núna skot frá Arnóri Atlasyni.25-22 (46. mín): Aftur skorar Ísland í mannlaust markið! Nú var það Bjarki Már Elísson!24-22 (45. mín): Björgvin Páll skorar yfir endilangan völlinn! Makedónía tekur leikhlé.23-22 (43. mín): Makedónía manni færri en Ísland nær ekki að nýta sér það!22-20 (41. mín): Björgvin Páll kominn með 10 skot varin. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar!21-20 (40. mín): Rúnar Kárason með fimmta markið sitt.20-19 (38. mín): Aron Pálmarsson með sitt annað mark í dag!18-18 (36. mín): Þetta er leikur markvarðanna þessa stundina.18-16 (33. mín): Ólafur Guðmundsson er óstöðvandi!17-16 (32. mín): Björgvin Páll með sitt sjöunda varða skot! Koma svo!17-16 (31. mín): Ólafur Guðmundsson heldur uppteknum hætti í síðari hálfleik. Sjötta markið hans!16-16 (31. mín): Síðari hálfleikur er farinn af stað. Áfram Ísland!16-16 (fyrri hálfleik lokið): Rúnar Kárason skoraði fyrir Ísland en Makedónía jafnaði nánast um leið. Ólafur Guðmundsson átti síðasta skotið en Ristovski sá við honum í markinu.15-14 (29. mín): Aftur ver Ristovski vítakast! Ísland hélt hins vegar boltanum og Rúnar Kárason skoraði!14-14 (27. mín): Makedónar skora úr einni lengstu sókn í heimi.14-12 (25. mín): Ólafur Guðmundsson er sjóðheitur! Fimmta markið hans!12-11 (22. mín): Og Arnór Þór Gunnarsson kemur Íslandi yfir í fyrsta sinn!11-11 (21. mín): Guðjón Valur skoraði og jafnaði metin. Makedónía tekur leikhlé. Þetta er í fyrsta sinn sem staðan er jöfn frá því að hún var 1-1.10-11 (20. mín): Arnór Gunnarsson skoraði fyrir Íslands úr hraðaupphlaupi en Kiril Lazarov svaraði í næstu sókn.9-10 (19. mín): Arnar Freyr Arnarsson skorar af línunni! Nú þarf að stoppa sóknarleik þeirra.7-10 (17. mín): Guðjón Valur skorar. En sóknarleikur Íslands ekki frekar stirður þessa stundina. Makedónar með yfirhöndina.6-7 (13. mín): Ólafur Guðmundsson með aðra neglu, stöngin inn!5-6 (11. mín): Ólafur Guðmundsson kominn tvö mörk. Neglir þessum í netið!4-5 (9. mín): Guðjón Valur skorar úr þröngu færi, snýr hann framhjá Ristovski í markinu!3-4 (7. mín): Ísland nær að galopna vörn Makedóna og Ólafur Guðmundsson nýtti sér það. Björgvin ver hinum megin.2-4 (6. mín): Kiril Lazarov með sitt fyrsta mark og eykur muninn í tvö mörk.1-1 (3. mín): Aron Pálmarsson skorar fyrsta mark Íslands.0-1 (3. mín): Stojanche Stoilov með fyrsta mark leiksins af línunni.0-0 (2. mín): Guðjón Valur lætur verja frá sér út vítakasti. 0-0 (1. mín): Smá vesen með leikklukkuna. En leikurinn er farinn af stað á nýjan leik.0-0 (1. mín): Leikurinn er hafinn!19:38: Leikmenn brokka inn á völlinn. Íslendingar eru í sínum venjulegu bláu búningum en Makedóníumenn eru gulklæddir frátoppi til táar.19:35: Það er nokkrir Makedóníumenn í stúkunni með fána og blöðrur. Eins og á 17. júní.19:31: Partýbær með Ham hljómar núna í Höllinni. Heilbrigðisráðherrann þenur raddböndin.19:28: Markvarsla íslenska liðsins var ekki nógu góð á fimmtudaginn. Að sögn Björgvins Páls voru 4-5 mörk þar sem hann átti að gera betur.19:25: Borko Ristovski, markvörður Makedóníu, varði leiðinlega mörg skot í leiknum í Skopje. Ristovski, sem spilar með Barcelona, var ekki valinn í HM-hóp Makedóníu en nýr þjálfari, Raul González, hóaði aftur í þennan reynslubolta.19:18: Íslenska liðið þarf að spila miklu betri sóknarleik í leiknum í kvöld. Íslendingar voru ekki tapa boltanum jafn klaufalega og þeir gerðu oft á HM en sóknin var rosalega stirð og höndin fór alltof oft upp.19:15: Aron Pálmarsson segist ekki nenna að horfa á EM í sjónvarpinu. Vonandi fáum við dúndurleik frá honum í kvöld. Aron hefur verið frábær með Veszprém eftir að hann sneri aftur eftir meiðslin sem héldu honum frá keppni á HM í Frakklandi.19:12: Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, var kallaður inn í hópinn fyrir þennan leik vegna meiðsla Gunnars Steins Jónssonar. Sveitungi Theodórs, Erlingur Richardsson, stýrði upphitun íslenska liðsins af miklum myndarskap.19:04: Tapið í Skopje var aðeins þriðja tap Íslands fyrir Makedóníu frá því landið fékk sjálfstæði. Hin töpin komu einnig í Skopje; 1999 og 2008. Ísland hefur aldrei tapað fyrir Makedóníu hér í Höllinni og vonandi breytist það ekkert í kvöld.19:02: Sem kunnugt er vann Makedónía Ísland með fimm mörkum, 30-25, í Skopje á fimmtudaginn. Íslenska liðið spilaði ekki vel í leiknum en það var samt algjör óþarfi að tapa leiknum með fimm mörkum. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Fyrrum samherji hans hjá Barcelona, Kiril Lazarov, skoraði 11 mörk fyrir Makedóníu.18:59: Ísland hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni í háa herrans tíð og strákarnir taka vonandi ekki upp á þeim ósið í kvöld.18:50: Lið Íslands er þannig skipað: 1 Björgvin Páll Gústavsson, 16 Stephen Nielsen, 3 Kári Kristjánsson, 4 Aron Pálmarsson, 5 Rúnar Kárason, 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson, 7 Arnór Atlason, 9 Guðjón Valur Sigurðsson, 13 Ólafur Guðmundsson, 14 Arnór Þór Gunnarsson, 21 Arnar Freyr Arnarsson, 25 Bjarki Már Elísson, 26 Bjarki Már Gunnarsson, 29 Theodór Sigurbjörnsson, 30 Ómar Ingi Magnússon, 33 Janus Daði Smárason. Lið Makedóníu er þannig skipað: 1 Nikola Mitrevski, 16 Borko Ristovski, 3 Dejan Manaskov, 5 Stojanche Stoilov, 7 Kiril Lazarov, 8 Vlakto Mitkov, 11 Filip Taleski, 13 Filip Mirkulovski, 14 Velko Markoski, 17 Nikola Markoski, 22 Goce Georgievski, 23 Filip Lazarov, 26 Goce Ojleski, 27 Filip Kuzmanovski, 29 Marko Neloski, 33 Zharko Peshevski. Dómararnir heita Sondors Zigmars og Licis Renars og koma frá Lettlandi.18:48: Ísland er á botni riðils 4 með tvö stig. Tékkland, Makedónía og Úkraína eru öll með fjögur stig. Eftir leikinn í kvöld á Ísland eftir að mæta Tékkland úti 14. júní og Úkraínu heima 18. júní.18:47: Staðan er ósköp einföld fyrir íslenska liðið. Það verður að vinna til að eiga möguleika á að komast á EM í Króatíu á næsta ári. Annars er það stórmótslaus janúar í fyrsta sinn síðan 2009. Þá voru það einmitt Makedóníumenn sem slógu Íslendinga út í umspili um sæti á HM í Króatíu.18:45: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina þar sem Ísland tekur á móti Makedóníu í undankeppni EM 2018.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira