Segir kvótakerfið risaskref í umhverfismálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Sex af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðaáætlunina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. vísir/eyþór Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira