Lífið

Fögnuður því Kool And the Gang er á leiðinni til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allir þekkja þeirra vinsælustu lög, á borð við Celebration, Get down on it, Fresh, Joanna, Jungle boogie, Ladies night.
Allir þekkja þeirra vinsælustu lög, á borð við Celebration, Get down on it, Fresh, Joanna, Jungle boogie, Ladies night.
Diskósveitin heimsfræga Kool and the Gang hefur boðað komu sína til Íslands og mun halda eina tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 10 júní. Unnendur rythmiskrar tónlistar munu vafalítið fagna komu stuðboltanna til landsins en það er Hr. Örlygur sem stendur að komu sveitarinnar til landsins.

Kool and the Gang er í hugum margra helsti fánaberi diskótónlistarinnar. Allir þekkja þeirra vinsælustu lög, á borð við Celebration, Get down on it, Fresh, Joanna, Jungle boogie, Ladies night.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Í upphafi var funk og djass áberandi í hljómi sveitarinnar en seinna meir varð sveitin diskóinu að bráð. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mætir með stóra hljómsveit í Eldborg þar sem reikna má með eftirminnilegri veislu.

Miðasala hefst miðvikudaginn 10 maí á Harpa.is.

Sérstakir partýmiðar verða einnig til sölu og gilda þeir í eftirpartý og skemmtilegheit með hljómsveitinni. Partýið fer fram í Hörpu og Daddi Disco mun snúa nokkrum góðum diskóskífum fyrir gesti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.