Handbolti

Bjarki Már: Ýmislegt sem bauðst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki átti góðan leik þegar Ísland vann Makedóníu í undankeppni EM 2018 í gær.
Bjarki átti góðan leik þegar Ísland vann Makedóníu í undankeppni EM 2018 í gær. vísir/eyþór
Bjarki Már Gunnarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann mun því leika í Olís-deildinni næstu árin.

„Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar í dag.

Bjarki hefur leikið með Aue í þýsku B-deildinni undanfarin fjögur ár en hefur nú ákveðið að söðla um. Að hans sögn voru þau tilboð sem fékk erlendis frá ekki nógu spennandi.

„Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár og átti mjög góðan leik þegar Ísland bar sigurorð af Makedóníu, 30-29, í undankeppni EM 2018 í gær.

Nánar verður rætt við Bjarka í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Bjarki Már mættur í Garðabæinn

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson skrifaði nú síðdegis undir tveggja ára samning við Olís-deildarlið Stjörnunnar.

Naumur sigur og EM-draumurinn lifir

Draumur Íslendinga um sæti á EM í Króatíu á næsta ári er enn á lífi eftir eins marks sigur á Makedóníumönnum, 30-29, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Breyting á varnarleik um miðjan fyrri hálfleik gerði gæfumuninn. Þá var sókn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×