Tufa: Fengum færi til að vinna leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2017 20:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/stefán „Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15