Sannkölluð diskóveisla í Hörpu í boði Kool and the Gang 9. maí 2017 12:30 Kool & the Gang hefur slegið í gegn með hverjum slagaranum á fætur öðrum síðan sveitin var stofnuð. NORDICPHOTOS/GETTY Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“ Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“
Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira