Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 9. maí 2017 19:18 Arnar Grétarsson entist aðeins í tvær umferðir í sumar. vísir/stefán Eins og kom fram fyrr í dag var Arnar Grétarsson látinn taka pokann sinn sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Hann stýrði liðinu aðeins í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Þetta er nýtt Íslandsmet í snemmbúnum brottrekstri þjálfara í efstu deild karla ef litið er til síðustu 40 ára eða frá stofnun tíu liða deildar árið 1977. Aðeins einn þjálfari á þessum 40 árum hefur verið rekinn eftir tvo leiki líkt og Arnar núna en það var Martinn Geirsson sem var rekinn frá Fram eftir tvær umferðir í Sjóvá Almennra-deildinni árið 1995. Fram var þá búið að gera eitt jafntefli og tapa einum leik en Blikarnir hans Arnars eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar. Enginn hefur þó verið rekinn eða hætt fyrr en Arnar Grétarsson þar sem Íslandsmótið hefst nú svo snemma. Arnar var rekinn í dag, níunda maí, en Martinn var látinn taka pokann sinn 29. maí eftir tvo leiki árið 1995. Næst fyrstur til að vera látinn fara ef litið er á dagsetningu en ekki umferð í deildinni er Lúkas Kostic sem var rekinn frá Grindavík 26. maí árið 2010. Arnar tók það met af Lúkasi í dag og jafnaði 22 ára gamalt met Marteins yfir að vera rekinn í annarri umferð. Arnar Grétarsson var búinn að tapa síðustu fjórum leikjum sem þjálfari Breiðabliks, tveimur síðustu í fyrra og tveimur fyrstu í sumar. Liðið skoraði eitt mark í þessum fjórum leikjum og fékk á sig átta. Blikaliðið vann aðeins tvo af síðustu níu heimaleikjum sínum undir stjórn Arnars, innbyrtu aðeins níu stig af 27 mögulegum og skoruðu ekki í fjórum þessara heimaleikja. Hér að neðan má sjá fljótustu þjálfarabreytingar í efstu deild frá 1977 en ekki allir voru reknir. Mila Stefán Jankovic hætti til dæmis sjálfur hjá Grindavík árið 2009.Arnar Grétarsson, Breiðablik 2017 2 leikir (2 töp)Marteinn Geirsson, Fram 1995 2 leikir (1 jafntefli, 1 tap)Milan Stefán Jankovic, Grindavík 2009 3 leikir (3 töp)Kristinn Björnsson, Valur 1999 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Ingi Björn Albertsson, Keflavík 1995 4 leikir (2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap - Var í 3. sæti)Kristinn R. Jónsson, Fram 2003 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Lúkas Kostic, Grindavík 2010 4 leikir (4 töp)Lúkas Kostic. KR 1997 5 leikir (1 sigur, 3 jafntefli, 1 tap)Þorvaldur Örlygsson, Fram 2013 5 leikir (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag var Arnar Grétarsson látinn taka pokann sinn sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Hann stýrði liðinu aðeins í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Þetta er nýtt Íslandsmet í snemmbúnum brottrekstri þjálfara í efstu deild karla ef litið er til síðustu 40 ára eða frá stofnun tíu liða deildar árið 1977. Aðeins einn þjálfari á þessum 40 árum hefur verið rekinn eftir tvo leiki líkt og Arnar núna en það var Martinn Geirsson sem var rekinn frá Fram eftir tvær umferðir í Sjóvá Almennra-deildinni árið 1995. Fram var þá búið að gera eitt jafntefli og tapa einum leik en Blikarnir hans Arnars eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar. Enginn hefur þó verið rekinn eða hætt fyrr en Arnar Grétarsson þar sem Íslandsmótið hefst nú svo snemma. Arnar var rekinn í dag, níunda maí, en Martinn var látinn taka pokann sinn 29. maí eftir tvo leiki árið 1995. Næst fyrstur til að vera látinn fara ef litið er á dagsetningu en ekki umferð í deildinni er Lúkas Kostic sem var rekinn frá Grindavík 26. maí árið 2010. Arnar tók það met af Lúkasi í dag og jafnaði 22 ára gamalt met Marteins yfir að vera rekinn í annarri umferð. Arnar Grétarsson var búinn að tapa síðustu fjórum leikjum sem þjálfari Breiðabliks, tveimur síðustu í fyrra og tveimur fyrstu í sumar. Liðið skoraði eitt mark í þessum fjórum leikjum og fékk á sig átta. Blikaliðið vann aðeins tvo af síðustu níu heimaleikjum sínum undir stjórn Arnars, innbyrtu aðeins níu stig af 27 mögulegum og skoruðu ekki í fjórum þessara heimaleikja. Hér að neðan má sjá fljótustu þjálfarabreytingar í efstu deild frá 1977 en ekki allir voru reknir. Mila Stefán Jankovic hætti til dæmis sjálfur hjá Grindavík árið 2009.Arnar Grétarsson, Breiðablik 2017 2 leikir (2 töp)Marteinn Geirsson, Fram 1995 2 leikir (1 jafntefli, 1 tap)Milan Stefán Jankovic, Grindavík 2009 3 leikir (3 töp)Kristinn Björnsson, Valur 1999 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Ingi Björn Albertsson, Keflavík 1995 4 leikir (2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap - Var í 3. sæti)Kristinn R. Jónsson, Fram 2003 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Lúkas Kostic, Grindavík 2010 4 leikir (4 töp)Lúkas Kostic. KR 1997 5 leikir (1 sigur, 3 jafntefli, 1 tap)Þorvaldur Örlygsson, Fram 2013 5 leikir (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09
Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52