Körfubolti

Þriðji sigurinn í röð hjá Martin og félögum sem halda þriðja sætinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin og félagar eru í góðum málum í þriðja sæti deildarinnar.
Martin og félagar eru í góðum málum í þriðja sæti deildarinnar. vísir/ernir
Martin Hermannsson og félagar í Charleville-Mézieres gerðu góða ferð til Fos-sur-Mer í kvöld og unnu níu stiga sigur í frönsku B-deildinni í körfubolta, 81-72.

Charleville-strákarnir byrjuðu ekki vel og voru sex stigum undir í hálfleik, 42-36. Þeir sneru taflinu aftur á móti við í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann, 24-7. Þeir sigldu svo góðum sigri í hús í lokafjórðungnum.

Martin skoraði þrettán stig í leiknum á þeim 34 mínútum sem hann spilaði. Hann tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hann hitti úr þremur af fimm þriggja stiga skotum sínum.

Charleville er búið að vinna þrjá leiki í röð og heldur þriðja sætinu með 19 sigra og þrettán töp en Lille er með sama árangur þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Charleville á eftir tvo leiki á móti tveimur af þremur neðstu liðum deildarinnar, Boulugne-surMer og Aix-Maurienne.


Tengdar fréttir

Martin tilnefndur sem sá besti

Martin Hermannsson er einn þeirra fimm sem eru tilnefndir sem besti leikmaður frönsku B-deildarinnar í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×