Dapurleg fjarvera Íslands Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Dagana 27. til 31.mars síðastliðinn komu 132 ríki saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til þess að hefja viðræður um gerð alþjóðasamnings sem banna myndi tilvist kjarnorkuvopna. Ísland tók ekki þátt í viðræðunum frekar en flestöll önnur Natóríki. Undirbúningur þessara viðræðna hefur staðið yfir í nokkur ár en því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt þeim áhuga. Það vakti til að mynda athygli á árinu 2015 þegar Ísland greiddi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna atkvæði gegn tillögu um slíkt bann en eftir umræðu í fjölmiðlum, í utanríkismálanefnd og á Alþingi var þeirri afstöðu breytt í hjásetu við seinni atkvæðagreiðslu. Ísland greiddi svo að lokum atkvæði gegn því að boðað væri til viðræðnanna í mars. Þótt minna sé talað um kjarnorkuvopn nú en þegar kalda stríðið stóð sem hæst er fátt sem ógnar mannkyni meira. Ríkin sem búa yfir kjarnorkusprengjum eru níu talsins og áætlað að sprengjurnar séu tæplega 15 þúsund í allt. Þær eru vissulega færri en þegar verst lét á tímum kalda stríðsins en tækniþróun hefur gert það að verkum að þær eru öflugri og hreyfanlegri en áður. Verði kjarnorkuvopnum beitt mun það alltaf leiða til hörmunga fyrir milljónir manna. Því meiri orku og fjármunum sem varið er í þróun kjarnorkuvopna, því erfiðara verður að uppræta þau og koma í veg fyrir að þeim verði að lokum beitt á nýjan leik. Það eru sár vonbrigði að íslensk stjórnvöld kjósi að fylgja kjarnorkubandalaginu Nató í þessum efnum í stað þess að skipa sér í sveit með meira en 130 þjóðum til að vinna að þessu brýna máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 27. til 31.mars síðastliðinn komu 132 ríki saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til þess að hefja viðræður um gerð alþjóðasamnings sem banna myndi tilvist kjarnorkuvopna. Ísland tók ekki þátt í viðræðunum frekar en flestöll önnur Natóríki. Undirbúningur þessara viðræðna hefur staðið yfir í nokkur ár en því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt þeim áhuga. Það vakti til að mynda athygli á árinu 2015 þegar Ísland greiddi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna atkvæði gegn tillögu um slíkt bann en eftir umræðu í fjölmiðlum, í utanríkismálanefnd og á Alþingi var þeirri afstöðu breytt í hjásetu við seinni atkvæðagreiðslu. Ísland greiddi svo að lokum atkvæði gegn því að boðað væri til viðræðnanna í mars. Þótt minna sé talað um kjarnorkuvopn nú en þegar kalda stríðið stóð sem hæst er fátt sem ógnar mannkyni meira. Ríkin sem búa yfir kjarnorkusprengjum eru níu talsins og áætlað að sprengjurnar séu tæplega 15 þúsund í allt. Þær eru vissulega færri en þegar verst lét á tímum kalda stríðsins en tækniþróun hefur gert það að verkum að þær eru öflugri og hreyfanlegri en áður. Verði kjarnorkuvopnum beitt mun það alltaf leiða til hörmunga fyrir milljónir manna. Því meiri orku og fjármunum sem varið er í þróun kjarnorkuvopna, því erfiðara verður að uppræta þau og koma í veg fyrir að þeim verði að lokum beitt á nýjan leik. Það eru sár vonbrigði að íslensk stjórnvöld kjósi að fylgja kjarnorkubandalaginu Nató í þessum efnum í stað þess að skipa sér í sveit með meira en 130 þjóðum til að vinna að þessu brýna máli.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun