Justin Shouse leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2017 00:17 Justin Shouse fagnað af samherjum sínum eftir að Stjarnan vann bikarinn afar óvænt í Laugardalshöll eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Vísir/Vilhelm Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í kvöld í ítarlegri færslu þar segist hann hafa tekið ákvörðunina í febrúar. „Á morgun er Sumardagurinn fyrsti á Íslandi og á sama tíma hefst nýr kafli í lífi mínu. Ég ákvað í febrúar að þetta yrði mitt síðasta tímabil í körfunni,“ segir Justin. Hann hefur spilað utan heimalandsins, Bandaríkjanna, undanfarin tólf ár en hann steig sín fyrstu skref í íslenskum körfubolta með Drangi í Vík í Mýrdal haustið 2004. Síðan þá hefur hann verði lykilmaður með Snæfelli í Stykkishólmi áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2008. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað fyrir Íslands hönd. Í lok færslunnar segist hann þó hafa farið á nógu marga tónleika með hljómsveitum á sínum „síðasta túr“ til að vita að maður eigi aldrei að segja aldrei. Færsla Justins á Facebook í kvöld. Justin gekk ekki heill til skógar hans síðasta tímabil í boltanum og munaði um minna. Hann fékk alvarlegt höfuðhögg í leik gegn Njarðvík í janúar og var lengi frá vegna meiðslanna. Stjörnumönnum var slátrað af Grindavík í undanúrslitum Dominos'-deildarinnar og féllu úr leik 0-3. Justin varð bikarmeistari með Snæfelli og tvisvar með Stjörnunni. Sigurinn í úrslitaleiknum gegn KR árið 2009 var sérstaklega eftirminnilegur. Jón Arnór Stefánsson hefur sagst enn eiga andvökunætur vegna tapsins en KR-ingar voru einstaklega vel mannaðir þetta ár.Rætt var ítarlega við Justin Shouse í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum og farið yfir körfuboltaævintýrið, allt frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum yfir í Garðabæinn með viðkomu í Þýskalandi og Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00 Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04 Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05 Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur. 13. apríl 2013 10:00
Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. 15. febrúar 2009 16:04
Justin Shouse: Blendnar tilfinningar Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu. 31. mars 2011 22:05
Justin myndi spila fótbrotinn Justin Shouse hefur ekki getað æft af fullum krafti með Stjörnunni síðustu daga eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum. 2. apríl 2013 11:39