Ingi Þór: Ástæðulaust að óttast góða leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2017 13:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á. Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira