Strangari kröfur um merkingar gætu hækkað verð á hreinsiefnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 11:19 Félag atvinnurekenda telur að verð á hreinsiefnum muni hækka í verslunum hér á landi vegna strangari reglugerðar um merkingar. vísir/getty Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar. Neytendur Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar.
Neytendur Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira