Óvíst hvort Núðluhúsið verði opnað aftur: Segir taílenskum mat standa ógn af hárri húsaleigu Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2017 15:39 Starfsfólk Núðluhússins. Vísir/GVA „Vandamálið er að ég veit það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Jón Haukdal Styrmisson spurður hvenær Núðluhúsið verður opnað aftur. Núðluhúsið - Ruanthai hafði verið rekið á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg 59 síðastliðin 10 ár. Miklar breytingar hafa staðið yfir á Kjörgarði í vetur þar sem nýrri hæð var komið á húsið og verða íbúðir á þriðju og fjórðu hæð þess. Núðluhúsið fór út úr Kjörgarði 1. febrúar síðastliðinn en á annarri hæð Kjörgarðs var einnig rekin verslunin Storkurinn. Fyrirhugað er að nýr veitingastaður verði rekinn á annarri hæð Kjörgarðs.Verslunarkjarninn Kjörgarður við Laugaveg 59 í Reykjavík.VísirJón Haukdal er einn af eigendum Núðluhússins en 23 ár eru frá því að staðurinn var opnaður. Fyrstu þrettán árin var hann rekinn á Vitastíg en síðustu tíu ár í Kjörgarði. „Við erum bara að leita að húsnæði,“ segir Jón Haukdal sem segir engar líkur á því að Núðluhúsið verði opnað aftur í sumar, en það gæti gerst í haust. „Við erum bara að leita að húsnæði. Ég ætla ekki að segja 100 prósent, en stefnan er að opna aftur,“ segir Jón Haukdal. Hann segir eigendur Kjörgarðs hafa keypt eigendur Núðluhússins út úr fjögurra ára leigusamningi. Hann segir vandamálið við rekstur taílenskra veitingastaða að um sé að ræða ódýran mat sem þoli ekki þá háu húsaleigu sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Húsaleigan eins og hún er í dag er bara rugl og það myndi þýða að við þyrftum að vera með matinn upp úr öllu valdi í verði og ég nenni ekki að standa í því.“ Ekki sé endilega verið að leita að húsnæði miðsvæðis, allt komi til greina. „Við erum alveg tilbúin að færa okkur eitthvað annað ef það er gott húsnæði á góðu verði.“ Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Vandamálið er að ég veit það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Jón Haukdal Styrmisson spurður hvenær Núðluhúsið verður opnað aftur. Núðluhúsið - Ruanthai hafði verið rekið á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg 59 síðastliðin 10 ár. Miklar breytingar hafa staðið yfir á Kjörgarði í vetur þar sem nýrri hæð var komið á húsið og verða íbúðir á þriðju og fjórðu hæð þess. Núðluhúsið fór út úr Kjörgarði 1. febrúar síðastliðinn en á annarri hæð Kjörgarðs var einnig rekin verslunin Storkurinn. Fyrirhugað er að nýr veitingastaður verði rekinn á annarri hæð Kjörgarðs.Verslunarkjarninn Kjörgarður við Laugaveg 59 í Reykjavík.VísirJón Haukdal er einn af eigendum Núðluhússins en 23 ár eru frá því að staðurinn var opnaður. Fyrstu þrettán árin var hann rekinn á Vitastíg en síðustu tíu ár í Kjörgarði. „Við erum bara að leita að húsnæði,“ segir Jón Haukdal sem segir engar líkur á því að Núðluhúsið verði opnað aftur í sumar, en það gæti gerst í haust. „Við erum bara að leita að húsnæði. Ég ætla ekki að segja 100 prósent, en stefnan er að opna aftur,“ segir Jón Haukdal. Hann segir eigendur Kjörgarðs hafa keypt eigendur Núðluhússins út úr fjögurra ára leigusamningi. Hann segir vandamálið við rekstur taílenskra veitingastaða að um sé að ræða ódýran mat sem þoli ekki þá háu húsaleigu sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Húsaleigan eins og hún er í dag er bara rugl og það myndi þýða að við þyrftum að vera með matinn upp úr öllu valdi í verði og ég nenni ekki að standa í því.“ Ekki sé endilega verið að leita að húsnæði miðsvæðis, allt komi til greina. „Við erum alveg tilbúin að færa okkur eitthvað annað ef það er gott húsnæði á góðu verði.“
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira