Handbolti

Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá Stjörnunni og Gróttu.
Úr leik hjá Stjörnunni og Gróttu. vísir/ernir
Handknattleiksdeild Stjörnunnar bað um endurupptöku á dómi mótanefndar HSÍ um að dæma Gróttu 10-0 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna.

Mótanefnd HSÍ tók málið fyrir nú í hádeginu og mat hennar er að í bréfi Stjörnunnar komi ekki neitt nýtt fram sem kalli á endurskoðun á ákvörðun mótanefndar. Úrslit leiksins standa því. 10-0 fyrir Gróttu.

Stjarnan tefldi fram ólöglegum leikmanni í leiknum sem Stjarnan vann, 22-25. Mannleg mistök urðu þess valdandi að Nataly Sæunn Valencia var ekki skráð á skýrslu.

Sjá einnig: Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ

Grótta tilkynnti um málið og mótanefnd úrskurðaði eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing HSÍ og evrópska handknattleikssambandið, EHF.

Leikmaðurinn var ólöglegur og ef þú teflir fram ólöglegum leikmanni þá ber að úrskurða hinu liðinu 10-0 sigur.

Grótta er því 2-0 yfir í einvíginu og getur komist í úrslit með sigri í Garðabæ í kvöld.


Tengdar fréttir

Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun

"Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það.

Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×