Kári: Er bara verktaki með 150 þúsund á mánuði Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 25. apríl 2017 21:55 Kári í þungum þönkum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/eyþór Þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, viðurkenndi að það hafi verið furðulegt að undirbúa leikinn gegn Stjörnunni í ljósi atburða síðustu daga. Sem kunnugt er var Gróttu dæmdur sigur í öðrum leik liðanna vegna þess að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki á skýrslu. „Þegar úrskurðurinn kom fór ýmislegt í gang. Það er sérstakur dagur að baki en maður reyndi eins og maður gat að svara ekki alveg öllum símtölum, frá 365 og fleiri aðilum. Maður reyndi að halda fókus á leikinn. Ég neita því ekki að þetta var sérstakt,“ segir Kári. Telur hann að þetta mál hafi haft áhrif á spilamennsku liðanna í kvöld? „Ég held að það hafi klárlega haft áhrif á umgjörð leiksins. Það var mun meira fjallað um leikinn og mætingin mun betri. Umræðan var kannski á neikvæðu rófi. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif. Það verða sérfróðir menn að finna út.“ Var Kári sjálfur hlynntur því að þessi kæra yrði lögð fram? „Ég kom ekki að því máli. Ég lét bara stjórnina alfarið um það og sagði ekki mína skoðun á því. Hvort þetta yrði af eða á.“ En er það ekki óeðlilegt að hann fái ekkert að segja um þetta? „Nei ég er bara verktaki sem fæ 150 þúsund krónur á mánuði fyrir að þjálfa handbolta. Þetta er ekkert sem ég velti mikið fyrir mér enda vildi ég ekkert blanda mér í þetta. Ég vildi bara að stjórnin myndi taka þá ákvörðun sem hún teldi best að taka,“ segir Kári sem tekur undir það að hann vilji auðvitað að úrslitin ráðist helst á vellinum sjálfum. „Þetta er leiðindamál og mjög óheppilegt. Þetta er ekki að gerast á hverjum degi en reglur eru víst reglur og það verður að fara eftir þeim.“ Kári segir að Grótta hafi spilað arfaslakan sóknarleik í kvöld og það hafi farið með leikinn. „Sóknarleikurinn var lélegur nánast allan tímann og við náðum ekki upp neinu floti. Næsta verkefni er á fimmtudaginn og við verðum að núllstilla okkur og skilja við þessi leiðindi sem eru að baki. Við reynum að læra af þessum leik og komast í úrslitaeinvígið,“ segir Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 20. apríl 2017 18:16 Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. 25. apríl 2017 11:11 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun "Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. 25. apríl 2017 10:01 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, viðurkenndi að það hafi verið furðulegt að undirbúa leikinn gegn Stjörnunni í ljósi atburða síðustu daga. Sem kunnugt er var Gróttu dæmdur sigur í öðrum leik liðanna vegna þess að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki á skýrslu. „Þegar úrskurðurinn kom fór ýmislegt í gang. Það er sérstakur dagur að baki en maður reyndi eins og maður gat að svara ekki alveg öllum símtölum, frá 365 og fleiri aðilum. Maður reyndi að halda fókus á leikinn. Ég neita því ekki að þetta var sérstakt,“ segir Kári. Telur hann að þetta mál hafi haft áhrif á spilamennsku liðanna í kvöld? „Ég held að það hafi klárlega haft áhrif á umgjörð leiksins. Það var mun meira fjallað um leikinn og mætingin mun betri. Umræðan var kannski á neikvæðu rófi. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif. Það verða sérfróðir menn að finna út.“ Var Kári sjálfur hlynntur því að þessi kæra yrði lögð fram? „Ég kom ekki að því máli. Ég lét bara stjórnina alfarið um það og sagði ekki mína skoðun á því. Hvort þetta yrði af eða á.“ En er það ekki óeðlilegt að hann fái ekkert að segja um þetta? „Nei ég er bara verktaki sem fæ 150 þúsund krónur á mánuði fyrir að þjálfa handbolta. Þetta er ekkert sem ég velti mikið fyrir mér enda vildi ég ekkert blanda mér í þetta. Ég vildi bara að stjórnin myndi taka þá ákvörðun sem hún teldi best að taka,“ segir Kári sem tekur undir það að hann vilji auðvitað að úrslitin ráðist helst á vellinum sjálfum. „Þetta er leiðindamál og mjög óheppilegt. Þetta er ekki að gerast á hverjum degi en reglur eru víst reglur og það verður að fara eftir þeim.“ Kári segir að Grótta hafi spilað arfaslakan sóknarleik í kvöld og það hafi farið með leikinn. „Sóknarleikurinn var lélegur nánast allan tímann og við náðum ekki upp neinu floti. Næsta verkefni er á fimmtudaginn og við verðum að núllstilla okkur og skilja við þessi leiðindi sem eru að baki. Við reynum að læra af þessum leik og komast í úrslitaeinvígið,“ segir Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 20. apríl 2017 18:16 Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. 25. apríl 2017 11:11 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun "Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. 25. apríl 2017 10:01 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 20. apríl 2017 18:16
Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. 25. apríl 2017 11:11
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45
Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun "Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. 25. apríl 2017 10:01
Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04