Kári: Er bara verktaki með 150 þúsund á mánuði Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 25. apríl 2017 21:55 Kári í þungum þönkum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/eyþór Þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, viðurkenndi að það hafi verið furðulegt að undirbúa leikinn gegn Stjörnunni í ljósi atburða síðustu daga. Sem kunnugt er var Gróttu dæmdur sigur í öðrum leik liðanna vegna þess að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki á skýrslu. „Þegar úrskurðurinn kom fór ýmislegt í gang. Það er sérstakur dagur að baki en maður reyndi eins og maður gat að svara ekki alveg öllum símtölum, frá 365 og fleiri aðilum. Maður reyndi að halda fókus á leikinn. Ég neita því ekki að þetta var sérstakt,“ segir Kári. Telur hann að þetta mál hafi haft áhrif á spilamennsku liðanna í kvöld? „Ég held að það hafi klárlega haft áhrif á umgjörð leiksins. Það var mun meira fjallað um leikinn og mætingin mun betri. Umræðan var kannski á neikvæðu rófi. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif. Það verða sérfróðir menn að finna út.“ Var Kári sjálfur hlynntur því að þessi kæra yrði lögð fram? „Ég kom ekki að því máli. Ég lét bara stjórnina alfarið um það og sagði ekki mína skoðun á því. Hvort þetta yrði af eða á.“ En er það ekki óeðlilegt að hann fái ekkert að segja um þetta? „Nei ég er bara verktaki sem fæ 150 þúsund krónur á mánuði fyrir að þjálfa handbolta. Þetta er ekkert sem ég velti mikið fyrir mér enda vildi ég ekkert blanda mér í þetta. Ég vildi bara að stjórnin myndi taka þá ákvörðun sem hún teldi best að taka,“ segir Kári sem tekur undir það að hann vilji auðvitað að úrslitin ráðist helst á vellinum sjálfum. „Þetta er leiðindamál og mjög óheppilegt. Þetta er ekki að gerast á hverjum degi en reglur eru víst reglur og það verður að fara eftir þeim.“ Kári segir að Grótta hafi spilað arfaslakan sóknarleik í kvöld og það hafi farið með leikinn. „Sóknarleikurinn var lélegur nánast allan tímann og við náðum ekki upp neinu floti. Næsta verkefni er á fimmtudaginn og við verðum að núllstilla okkur og skilja við þessi leiðindi sem eru að baki. Við reynum að læra af þessum leik og komast í úrslitaeinvígið,“ segir Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 20. apríl 2017 18:16 Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. 25. apríl 2017 11:11 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun "Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. 25. apríl 2017 10:01 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, viðurkenndi að það hafi verið furðulegt að undirbúa leikinn gegn Stjörnunni í ljósi atburða síðustu daga. Sem kunnugt er var Gróttu dæmdur sigur í öðrum leik liðanna vegna þess að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki á skýrslu. „Þegar úrskurðurinn kom fór ýmislegt í gang. Það er sérstakur dagur að baki en maður reyndi eins og maður gat að svara ekki alveg öllum símtölum, frá 365 og fleiri aðilum. Maður reyndi að halda fókus á leikinn. Ég neita því ekki að þetta var sérstakt,“ segir Kári. Telur hann að þetta mál hafi haft áhrif á spilamennsku liðanna í kvöld? „Ég held að það hafi klárlega haft áhrif á umgjörð leiksins. Það var mun meira fjallað um leikinn og mætingin mun betri. Umræðan var kannski á neikvæðu rófi. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif. Það verða sérfróðir menn að finna út.“ Var Kári sjálfur hlynntur því að þessi kæra yrði lögð fram? „Ég kom ekki að því máli. Ég lét bara stjórnina alfarið um það og sagði ekki mína skoðun á því. Hvort þetta yrði af eða á.“ En er það ekki óeðlilegt að hann fái ekkert að segja um þetta? „Nei ég er bara verktaki sem fæ 150 þúsund krónur á mánuði fyrir að þjálfa handbolta. Þetta er ekkert sem ég velti mikið fyrir mér enda vildi ég ekkert blanda mér í þetta. Ég vildi bara að stjórnin myndi taka þá ákvörðun sem hún teldi best að taka,“ segir Kári sem tekur undir það að hann vilji auðvitað að úrslitin ráðist helst á vellinum sjálfum. „Þetta er leiðindamál og mjög óheppilegt. Þetta er ekki að gerast á hverjum degi en reglur eru víst reglur og það verður að fara eftir þeim.“ Kári segir að Grótta hafi spilað arfaslakan sóknarleik í kvöld og það hafi farið með leikinn. „Sóknarleikurinn var lélegur nánast allan tímann og við náðum ekki upp neinu floti. Næsta verkefni er á fimmtudaginn og við verðum að núllstilla okkur og skilja við þessi leiðindi sem eru að baki. Við reynum að læra af þessum leik og komast í úrslitaeinvígið,“ segir Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 20. apríl 2017 18:16 Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. 25. apríl 2017 11:11 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun "Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. 25. apríl 2017 10:01 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 20. apríl 2017 18:16
Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. 25. apríl 2017 11:11
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45
Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun "Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. 25. apríl 2017 10:01
Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04