Halldór Jóhann: Við ætlum að selja okkur dýrt Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2017 22:08 Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15