Varaþingmaður Pírata gengur líka í Sósíalistaflokkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 15:42 Þór Saari sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013. Vísir/GVA Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58
Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36