Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Blaðastandarnir fyrir utan skrifstofu Fréttatímans eru nú tómir.Stærstu hluthafarnir eru farnir úr stjórn útgáfufélagsins . Vísir/Ernir Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, tapaði 151 milljón króna á rekstri fjölmiðilsins í fyrra. Tapið meira en tífaldaðist miðað við árið 2015 þegar afkoman var neikvæð um 13,5 milljónir króna Þetta kemur fram í rekstrarreikningi Morgundags fyrir 2016 sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt honum jukust auglýsingatekjur fjölmiðilsins úr 383 milljónum árið 2015 í 504 milljónir í fyrra. Útgáfukostnaður Morgundags nam 369 milljónum samanborið við 231 milljón árið á undan. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst um 99,7 milljónir milli ára og var í árslok 2016 um 223 milljónir. Rekstrartap fjölmiðilsins fyrir fjármunatekjur og gjöld nam 137,6 milljónum. Útgáfudögum blaðsins var fjölgað úr einum í tvo og síðan þrjá í kjölfar aðkomu nýrra eigenda að útgáfunni í nóvember 2015. Í þeim hópi voru meðal annars þeir Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi ritstjóri Fréttatímans, Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, og Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi. Þremenningarnir mynda núverandi eigendahóp fjölmiðilsins en líkt og komið hefur fram er óljóst um framtíð hans og hvort fleiri tölublöð muni líta dagsins ljós. Um tíu starfsmenn hafa ekki enn fengið greidd laun fyrir marsmánuð og hefur Gunnar Smári, stærsti eigandi blaðsins, sagt skilið við fjölmiðilinn og undirbýr hann nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands. Gunnar og Sigurður Gísli sögðu sig í gær úr stjórn Morgundags og er nú enginn skráður stjórnarmaður hjá félaginu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, tapaði 151 milljón króna á rekstri fjölmiðilsins í fyrra. Tapið meira en tífaldaðist miðað við árið 2015 þegar afkoman var neikvæð um 13,5 milljónir króna Þetta kemur fram í rekstrarreikningi Morgundags fyrir 2016 sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt honum jukust auglýsingatekjur fjölmiðilsins úr 383 milljónum árið 2015 í 504 milljónir í fyrra. Útgáfukostnaður Morgundags nam 369 milljónum samanborið við 231 milljón árið á undan. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst um 99,7 milljónir milli ára og var í árslok 2016 um 223 milljónir. Rekstrartap fjölmiðilsins fyrir fjármunatekjur og gjöld nam 137,6 milljónum. Útgáfudögum blaðsins var fjölgað úr einum í tvo og síðan þrjá í kjölfar aðkomu nýrra eigenda að útgáfunni í nóvember 2015. Í þeim hópi voru meðal annars þeir Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi ritstjóri Fréttatímans, Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, og Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi. Þremenningarnir mynda núverandi eigendahóp fjölmiðilsins en líkt og komið hefur fram er óljóst um framtíð hans og hvort fleiri tölublöð muni líta dagsins ljós. Um tíu starfsmenn hafa ekki enn fengið greidd laun fyrir marsmánuð og hefur Gunnar Smári, stærsti eigandi blaðsins, sagt skilið við fjölmiðilinn og undirbýr hann nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands. Gunnar og Sigurður Gísli sögðu sig í gær úr stjórn Morgundags og er nú enginn skráður stjórnarmaður hjá félaginu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira