Ætla í samkeppni við Nasdaq í sumar og rjúfa einokun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur um árabil haft einokunarstöðu á markaði með skráningu verðbréfa. Vísir/Stefán Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira