Donald Trump skrifaði undir lög sem hefta fjárframlög til fóstureyðinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 10:48 Kona sýnir mótmælaspjald í göngu fyrir heilbrigði, „March for Health“, í New York í byrjun apríl. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“. Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“.
Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45