Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2017 19:23 Andri skorar framhá Giedrius Morkunas. vísir/anton „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. Eftir sigurinn er Fram komið í undanúrslit, en Andri átti afar góðan leik í dag. „Þeir jöfnuðu tvisvar alveg í lokin og tryggðu sér þannig framlengingu, en við náðum að loka þessu í vító og áhorfendurnir fengu eitthvað fyrir peninginn.” Fram var komið í afar góða stöðu undir lok venjulegs leiktíma, en kastaði þeirri forystu frá sér. Þeir höfðu þetta að lokum og Andra er því alveg sama. „Við eigum það til að vera klaufar, eiginlega bara í flestum leikjum. Við erum búnir að vera klára þessa leiki þar sem þetta hefur verið jafnt.” „Ef við hefðum haldið betur á spilunum hefðum við getað klárað þetta í lokin, en við hleyptum þeim inn í leikinn. Þetta fór í tvær framlengingar og við unnum svo mér er alveg sama.” Fyrir tímabilið var litið á Fram sem algjört fallbyssufóður. Þeir höfðu misst marga lykilmenn og Guðmundur Helgi Pálsson tók við liðinu síðla sumars. Árangurinn er sér í lagi magnaður. „Ég held við séum búnir að troða sokk upp í ansi marga, en ég meina spá er bara spá. Þetta peppaði okkur bara upp. Ég ætla þakka ykkur bara fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi. Þetta hefur hjálpað okkur mikið.” Andra líst vel á grannaslaginn sem er framundan í undanúrslitunum, en þar mætir Fram grönnum sínum í Val. „Það er draumur. Ég hef aldrei verið í svona nágrannaslögum í handboltanum. Þetta er Valur-Fram og ég trúi ekki öðru en það verði fullt bæði í Fram-heimilinu og Valshöllinni. Þetta verður bara sama veislan og þetta er búið að vera,” sagði þessi öflugi vinstri hornamaður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. Eftir sigurinn er Fram komið í undanúrslit, en Andri átti afar góðan leik í dag. „Þeir jöfnuðu tvisvar alveg í lokin og tryggðu sér þannig framlengingu, en við náðum að loka þessu í vító og áhorfendurnir fengu eitthvað fyrir peninginn.” Fram var komið í afar góða stöðu undir lok venjulegs leiktíma, en kastaði þeirri forystu frá sér. Þeir höfðu þetta að lokum og Andra er því alveg sama. „Við eigum það til að vera klaufar, eiginlega bara í flestum leikjum. Við erum búnir að vera klára þessa leiki þar sem þetta hefur verið jafnt.” „Ef við hefðum haldið betur á spilunum hefðum við getað klárað þetta í lokin, en við hleyptum þeim inn í leikinn. Þetta fór í tvær framlengingar og við unnum svo mér er alveg sama.” Fyrir tímabilið var litið á Fram sem algjört fallbyssufóður. Þeir höfðu misst marga lykilmenn og Guðmundur Helgi Pálsson tók við liðinu síðla sumars. Árangurinn er sér í lagi magnaður. „Ég held við séum búnir að troða sokk upp í ansi marga, en ég meina spá er bara spá. Þetta peppaði okkur bara upp. Ég ætla þakka ykkur bara fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi. Þetta hefur hjálpað okkur mikið.” Andra líst vel á grannaslaginn sem er framundan í undanúrslitunum, en þar mætir Fram grönnum sínum í Val. „Það er draumur. Ég hef aldrei verið í svona nágrannaslögum í handboltanum. Þetta er Valur-Fram og ég trúi ekki öðru en það verði fullt bæði í Fram-heimilinu og Valshöllinni. Þetta verður bara sama veislan og þetta er búið að vera,” sagði þessi öflugi vinstri hornamaður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira